Íslendingar funda með UNRWA Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. mars 2024 15:28 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mun ekki sitja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, mun sitja fundinn í hans stað. Vísir/Vilhelm Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið
Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent