„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 16:12 Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir fráleitt að ferðaþjónustan skuli fara svona illa með svæðið. Vísir/Samsett Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu. Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“ Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“
Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira