Reglugerðafargan gerir smáframleiðendum erfitt fyrir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 22:04 Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla á Íslandi og Beint frá býli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil fjölgun er í flóru smáframleiðenda á Íslandi, sem framleiða allskonar matvæli og selja beint frá býli. Reglugerðafargan gerir þó mörgum erfitt fyrir. Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira