Reglugerðafargan gerir smáframleiðendum erfitt fyrir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 22:04 Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla á Íslandi og Beint frá býli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil fjölgun er í flóru smáframleiðenda á Íslandi, sem framleiða allskonar matvæli og selja beint frá býli. Reglugerðafargan gerir þó mörgum erfitt fyrir. Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira