Reglugerðafargan gerir smáframleiðendum erfitt fyrir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 22:04 Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla á Íslandi og Beint frá býli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil fjölgun er í flóru smáframleiðenda á Íslandi, sem framleiða allskonar matvæli og selja beint frá býli. Reglugerðafargan gerir þó mörgum erfitt fyrir. Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira