Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:18 Blær segir fólk alltaf hafa verið á varðbergi gagnvart Davíð og föður hans. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira