Blikar veltu meira en milljarði eftir Evrópuævintýrið Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 07:02 Breiðablik spilaði Evrópuleiki fram í desember eftir að hafa tekið það tímamótaskref í íslenskum fótbolta að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur birt ársreikning sinn eftir fyrsta ár íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildar karla, með tilheyrandi tekjuaukningu. Rekstrartekjur deildarinnar fóru yfir milljarð króna og voru samtals tæplega 1.095 milljónir. Tekjur af mótum voru 640 milljónir eftir að hafa verið tæplega 260 milljónir árið 2022. Þar munar mestu um það að Blikar fengu verðlaunafé frá UEFA fyrir að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar (2.940.000 evrur eða um 440 milljónir króna). Þeir hefðu reyndar getað aukið það enn frekar með því að ná í sigur (500.000 evrur) eða jafntefli (166.000 evrur) í riðlakeppninni, en töpuðu öllum leikjum, oft naumlega. Eins og fram kemur í ársskýrslu fylgir þátttöku í Evrópukeppni einnig mikill kostnaður en Breiðablik spilaði 16 leiki, keppti við lið frá níu þjóðlöndum og ferðaðist til sjö landa. Leikmenn flugu samtals 39.000 kílómetra og voru 28 nætur erlendis vegna leikjanna. Gjöld vegna þátttöku í mótum jukust um 126 milljónir á milli ára, í 262 milljónir, og kostnaður við þjálfun, leikmenn og yfirstjórn jókst um 87 milljónir, í 612 milljónir. Þarna ættu bónusar til leikmanna og þjálfara vegna Evrópuævintýrisins að spila inn í. Alls voru rekstrargjöld ársins, líkt og tekjurnar, yfir milljarður króna en þó naumlega. Hagnaður ársins nam rúmum 105 milljónum króna. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Rekstrartekjur deildarinnar fóru yfir milljarð króna og voru samtals tæplega 1.095 milljónir. Tekjur af mótum voru 640 milljónir eftir að hafa verið tæplega 260 milljónir árið 2022. Þar munar mestu um það að Blikar fengu verðlaunafé frá UEFA fyrir að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar (2.940.000 evrur eða um 440 milljónir króna). Þeir hefðu reyndar getað aukið það enn frekar með því að ná í sigur (500.000 evrur) eða jafntefli (166.000 evrur) í riðlakeppninni, en töpuðu öllum leikjum, oft naumlega. Eins og fram kemur í ársskýrslu fylgir þátttöku í Evrópukeppni einnig mikill kostnaður en Breiðablik spilaði 16 leiki, keppti við lið frá níu þjóðlöndum og ferðaðist til sjö landa. Leikmenn flugu samtals 39.000 kílómetra og voru 28 nætur erlendis vegna leikjanna. Gjöld vegna þátttöku í mótum jukust um 126 milljónir á milli ára, í 262 milljónir, og kostnaður við þjálfun, leikmenn og yfirstjórn jókst um 87 milljónir, í 612 milljónir. Þarna ættu bónusar til leikmanna og þjálfara vegna Evrópuævintýrisins að spila inn í. Alls voru rekstrargjöld ársins, líkt og tekjurnar, yfir milljarður króna en þó naumlega. Hagnaður ársins nam rúmum 105 milljónum króna.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira