Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:04 Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál. Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“ Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“
Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01
Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26