2 milljarðar í verðlaun Helgi Guðnason skrifar 7. mars 2024 11:01 Ísland er ekki fullkomið land, en við sem búum hér viljum trúa því að Ísland sé gott land. Það er margt sem gerist í heiminum sem íslendingar búast ekki við að gerist hér, það er hluti af sjálfsmynd okkar. Í heiminum eru lönd þar sem réttlætið er ekkert, þar sem manngæska og stjórnarfar eiga enga samleið. Í hugum íslendinga er óhugsandi að Ísland sé slíkt land eða verði slíkt land. Án þess fara í upphrópanir eða útmála nokkurn sem vondan, langar mig að beina athygli fólks að ástandi á Íslandi í dag, sem gerir það að verkum að fólk eins og ég og þú upplifir Ísland sem land án réttlætis. Þessi grein mun fjalla um málefni flóttafólks frá Venesúela og vonandi reynast gagnleg lesning óháð afstöðu þeirra sem lesa. Mikið af upplýsingum sem hér verða nefndar koma úr þessari skýrslu Flóttamanna stofnunar evrópu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Ástandið í Venesúela er þannig að 14 meðlimir ríkistjórnarinnar eru eftirlýstir af DEA, þar með talinn forsetinn Nicolás Maduro, en Bandaríkin bjóða 15 milljónir dala, tvo íslenska milljarða, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Ríkisstjórn Venesúela stendur á bakvið eiturlyfjasmygl og notar til þess diplómata sína og opinberar flugvélar sem fljúga frá herflugvöllum landsins. Aðrir eiturlyfjahringir hafa verið upprættir og ríkið hefur yfirtekið starfsemi þeirra. Sameinuðu þjóðirnar og alþjóða glæpadómstóllinn eru með rannsókn í gangi vegna rökstudds gruns um að stjórnvöld hafi gerst sek um glæpi gegn mannkyni. Dauðasveitir sem störfuðu í skjóli yfirvalda, og rannsókn SÞ beinist m.a. að, hafa verið lagðar niður en yfirmenn þeirra settir yfir nýjar deildir innan lögreglunnar. Sérstakt ,,lögreglu embætti mannréttinda” var sett á fót, en það embætti sinnir mannránum, mannshvörfum og hefur yfirumsjón með afskekktum fyrrverandi hótelum þar sem fólk er flutt nauðugt og yfirheyrt dögum saman. Fólk er gjarnan látið skrifa undir játningar sem það jafnvel fær ekki að lesa, því er hótað og auðvitað nýtur ekki lögfræðiaðstoðar. Pyntingar eru daglegt brauð. Stjórnvöld í Venesúela hafa fengið sérstaka aðstoð frá Kína til þess að sinna rafrænu eftirliti með þegnum sínum. Allir íbúar landsins, börn og fullorðnir, fá kort sem svipar til rafrænna skilríkja á Íslandi. Þetta kort þarf að nota til að fá lyf, læknisaðstoð, kaupa eldsneyti og fá aðgang að neyðaraðstoð vegna skorts í landinu. Sá sem bakar sér óvild stjórnvalda missir þessi réttindi og getur ekki orðið sér úti um nauðsynjar. Landinu hefur verið deilt niður milli glæpagengja og vopnaðra hópa sem meðal annars eiga uppruna sinn í FARC skæruliðahópnum frá Kólombíu. Yfirvöld beita þessum hópum fyrir sig til þess að þagga niður í þeim sem mótmæla, þvinga fólk til að ,,kjósa rétt” og í staðinn fá hóparnir óáreittir að stunda fjárkúganir, smygl og aðra glæpi. Í júní 2023 sagði ritari Organisation of American States, sem er helsti pólitíski vettvangur álfunnar, ,,það eru engin merki þess að jákvæð þróun hafi átt sér stað hvað varðar lýðræði í landinu eða að stöðu mannréttinda, ekki heldur að staða pólitískra fanga hafi skánað.” Sami maður sagði einnig að í landinu væri engin aðgreining löggjafa-, framkvæmda- eða dómsvalds, allar stofnanir landsins væru í molum. Í krafti þessa gerir ríkisstjórnin það sem henni sýnist. Fram til ársins 2023 nutu flóttamenn frá Venesúela viðbótarverndar á Íslandi, allir sem komust hingað fengu hæli. Það er vissulega rétt að þar hafi Ísland haft sérstöðu og af þessum sökum hafa komið mun fleiri hingað í leit að vernd en annars hefðu gert það. Mánaðarlaun í Venesúela eru mjög lág, 5.000 krónur eru algengt, skurðlæknar eru kannski með 15.000 krónur. Flugmiði frá Venesúela til Íslands kostar nokkur árslaun, fjögurra manna fjölskylda þarf að selja aleigu sína til þess að komast. Vegna þess að Ísland hafði með afstöðu sinni auglýst sig sem öruggan stað seldi fólk aleigu sína og kom hingað. Í október 2022 var tekin skyndileg og ófyrirséð ákvörðun af hendi ÚTL að hætta að vinna með umsóknir um vernd frá Venesúela. Ekki var gefin út nein opinber tilkynning um breytta afstöðu gagnvart þessum hóp, straumur þeirra sem hingað komu minnkaði ekkert, fólk var enn að selja aleigu sína til þess að flýja í öryggið. Í mars 2023, hálfu ári síðar, kveður við nýjan tón og nokkrum mánuðum síðar byrja synjanirnar að dynja yfir. Mér finnst það illa gert og hrópandi óréttlæti að fara svona með saklaust fólk. Það var vegna okkar opinberu afstöðu sem þau lögðu allt í sölurnar og höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að við þeim yrði tekið hér. Þegar þau eru komin hingað er siðferðilega rangt að skyndilega hætta við og láta þau, slipp og snauð, í hendurnar á eiturlyfjahring sem myrðir andstæðinga sína, eða sveltir, eða fangelsar eða hvað sem þeim dettur í hug. Ísland getur ekki tekið við þeim 8 milljónum sem flúið hafa Venesúela, við getum kannski ekki tekið við mikið fleirum en hingað eru komin, en að vísa þeim í burtu sem hingað eru komin væri óhæfuverk. Ég vil einnig benda á það að atvinnuþáttaka þeirra sem komið hafa frá Venesúela og fengið vernd er meiri en meðaltal í landinu. Allstaðar þar sem er sjálfboðastarf er allt fullt í dag af fúsum Venesúelabúum. Öll umræða um kostnað vegna þeirra sem leita að vernd þarf að skoða í ljósi þess að fólki er haldið hér í allt að ár án þess að fá einu sinni fyrsta viðtal (ekki allir en ég þekki dæmi þess). Svo til allir sem ég þekki hafa sótt um atvinnuleyfi, og þá þyrftu þau að sjá um sig sjálf peningalega, en næstum engin fær það. Kostnaðurinn er ekki þeim að kenna sem hér leita verndar - hann er að miklu leiti kominn til af því hvernig kerfið virkar. Ég hvet alla til þess að lesa skýrsluna sem ég vísa í hér að ofan. Venesúela er land sem hefur verið rænt af glæpaklíku - ætlum við að setja fólk í flugvélar og beint í hendur glæpamanna? Ég biðla til valdhafa að skoða sérstaklega stöðu þessa fólks, sem kom af því að við buðum sérstaka vernd. Þessi hópur hefur ekki verið til vandræða, þvert á móti, þetta er mikið til ungt fjölskyldufólk sem vill aðlagast landinu, vinna og skapa sér líf fjarri ógnum og ótta. Höfundur er prestur í Fíladelfíu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ekki fullkomið land, en við sem búum hér viljum trúa því að Ísland sé gott land. Það er margt sem gerist í heiminum sem íslendingar búast ekki við að gerist hér, það er hluti af sjálfsmynd okkar. Í heiminum eru lönd þar sem réttlætið er ekkert, þar sem manngæska og stjórnarfar eiga enga samleið. Í hugum íslendinga er óhugsandi að Ísland sé slíkt land eða verði slíkt land. Án þess fara í upphrópanir eða útmála nokkurn sem vondan, langar mig að beina athygli fólks að ástandi á Íslandi í dag, sem gerir það að verkum að fólk eins og ég og þú upplifir Ísland sem land án réttlætis. Þessi grein mun fjalla um málefni flóttafólks frá Venesúela og vonandi reynast gagnleg lesning óháð afstöðu þeirra sem lesa. Mikið af upplýsingum sem hér verða nefndar koma úr þessari skýrslu Flóttamanna stofnunar evrópu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Ástandið í Venesúela er þannig að 14 meðlimir ríkistjórnarinnar eru eftirlýstir af DEA, þar með talinn forsetinn Nicolás Maduro, en Bandaríkin bjóða 15 milljónir dala, tvo íslenska milljarða, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Ríkisstjórn Venesúela stendur á bakvið eiturlyfjasmygl og notar til þess diplómata sína og opinberar flugvélar sem fljúga frá herflugvöllum landsins. Aðrir eiturlyfjahringir hafa verið upprættir og ríkið hefur yfirtekið starfsemi þeirra. Sameinuðu þjóðirnar og alþjóða glæpadómstóllinn eru með rannsókn í gangi vegna rökstudds gruns um að stjórnvöld hafi gerst sek um glæpi gegn mannkyni. Dauðasveitir sem störfuðu í skjóli yfirvalda, og rannsókn SÞ beinist m.a. að, hafa verið lagðar niður en yfirmenn þeirra settir yfir nýjar deildir innan lögreglunnar. Sérstakt ,,lögreglu embætti mannréttinda” var sett á fót, en það embætti sinnir mannránum, mannshvörfum og hefur yfirumsjón með afskekktum fyrrverandi hótelum þar sem fólk er flutt nauðugt og yfirheyrt dögum saman. Fólk er gjarnan látið skrifa undir játningar sem það jafnvel fær ekki að lesa, því er hótað og auðvitað nýtur ekki lögfræðiaðstoðar. Pyntingar eru daglegt brauð. Stjórnvöld í Venesúela hafa fengið sérstaka aðstoð frá Kína til þess að sinna rafrænu eftirliti með þegnum sínum. Allir íbúar landsins, börn og fullorðnir, fá kort sem svipar til rafrænna skilríkja á Íslandi. Þetta kort þarf að nota til að fá lyf, læknisaðstoð, kaupa eldsneyti og fá aðgang að neyðaraðstoð vegna skorts í landinu. Sá sem bakar sér óvild stjórnvalda missir þessi réttindi og getur ekki orðið sér úti um nauðsynjar. Landinu hefur verið deilt niður milli glæpagengja og vopnaðra hópa sem meðal annars eiga uppruna sinn í FARC skæruliðahópnum frá Kólombíu. Yfirvöld beita þessum hópum fyrir sig til þess að þagga niður í þeim sem mótmæla, þvinga fólk til að ,,kjósa rétt” og í staðinn fá hóparnir óáreittir að stunda fjárkúganir, smygl og aðra glæpi. Í júní 2023 sagði ritari Organisation of American States, sem er helsti pólitíski vettvangur álfunnar, ,,það eru engin merki þess að jákvæð þróun hafi átt sér stað hvað varðar lýðræði í landinu eða að stöðu mannréttinda, ekki heldur að staða pólitískra fanga hafi skánað.” Sami maður sagði einnig að í landinu væri engin aðgreining löggjafa-, framkvæmda- eða dómsvalds, allar stofnanir landsins væru í molum. Í krafti þessa gerir ríkisstjórnin það sem henni sýnist. Fram til ársins 2023 nutu flóttamenn frá Venesúela viðbótarverndar á Íslandi, allir sem komust hingað fengu hæli. Það er vissulega rétt að þar hafi Ísland haft sérstöðu og af þessum sökum hafa komið mun fleiri hingað í leit að vernd en annars hefðu gert það. Mánaðarlaun í Venesúela eru mjög lág, 5.000 krónur eru algengt, skurðlæknar eru kannski með 15.000 krónur. Flugmiði frá Venesúela til Íslands kostar nokkur árslaun, fjögurra manna fjölskylda þarf að selja aleigu sína til þess að komast. Vegna þess að Ísland hafði með afstöðu sinni auglýst sig sem öruggan stað seldi fólk aleigu sína og kom hingað. Í október 2022 var tekin skyndileg og ófyrirséð ákvörðun af hendi ÚTL að hætta að vinna með umsóknir um vernd frá Venesúela. Ekki var gefin út nein opinber tilkynning um breytta afstöðu gagnvart þessum hóp, straumur þeirra sem hingað komu minnkaði ekkert, fólk var enn að selja aleigu sína til þess að flýja í öryggið. Í mars 2023, hálfu ári síðar, kveður við nýjan tón og nokkrum mánuðum síðar byrja synjanirnar að dynja yfir. Mér finnst það illa gert og hrópandi óréttlæti að fara svona með saklaust fólk. Það var vegna okkar opinberu afstöðu sem þau lögðu allt í sölurnar og höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að við þeim yrði tekið hér. Þegar þau eru komin hingað er siðferðilega rangt að skyndilega hætta við og láta þau, slipp og snauð, í hendurnar á eiturlyfjahring sem myrðir andstæðinga sína, eða sveltir, eða fangelsar eða hvað sem þeim dettur í hug. Ísland getur ekki tekið við þeim 8 milljónum sem flúið hafa Venesúela, við getum kannski ekki tekið við mikið fleirum en hingað eru komin, en að vísa þeim í burtu sem hingað eru komin væri óhæfuverk. Ég vil einnig benda á það að atvinnuþáttaka þeirra sem komið hafa frá Venesúela og fengið vernd er meiri en meðaltal í landinu. Allstaðar þar sem er sjálfboðastarf er allt fullt í dag af fúsum Venesúelabúum. Öll umræða um kostnað vegna þeirra sem leita að vernd þarf að skoða í ljósi þess að fólki er haldið hér í allt að ár án þess að fá einu sinni fyrsta viðtal (ekki allir en ég þekki dæmi þess). Svo til allir sem ég þekki hafa sótt um atvinnuleyfi, og þá þyrftu þau að sjá um sig sjálf peningalega, en næstum engin fær það. Kostnaðurinn er ekki þeim að kenna sem hér leita verndar - hann er að miklu leiti kominn til af því hvernig kerfið virkar. Ég hvet alla til þess að lesa skýrsluna sem ég vísa í hér að ofan. Venesúela er land sem hefur verið rænt af glæpaklíku - ætlum við að setja fólk í flugvélar og beint í hendur glæpamanna? Ég biðla til valdhafa að skoða sérstaklega stöðu þessa fólks, sem kom af því að við buðum sérstaka vernd. Þessi hópur hefur ekki verið til vandræða, þvert á móti, þetta er mikið til ungt fjölskyldufólk sem vill aðlagast landinu, vinna og skapa sér líf fjarri ógnum og ótta. Höfundur er prestur í Fíladelfíu í Reykjavík.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun