Guantanamó til umræðu Ögmundur Jónasson skrifar 7. mars 2024 08:31 Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun