Skömmin er gerenda Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun