Skömmin er gerenda Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun