Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 11:46 Félagsmenn VR sem hugsanlega fara í verkfall vinna meðal annars við innritun farþega og því gætu aðgerðirnar lamað starfsemi Icelandair. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. Samninganefnd VR samþykkti þetta á fundi sínum í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag. Atkvæðagreiðsla hefjist síða klukkan níu næst komandi mánudag og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars, eða eftir rúman hálfan mánuð. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir starfsfólk Icelandair á Keflavíkurflugvelli hafa barist fyrir breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðrum þáttum árum saman. Þar sem starfshlutfall starfsmanna væri fært niður í 76 prósent yfir vetrarmánuðina og utan háannatíma. Ragnar Þór formaður VR vonar að samningar náist og ekki þurfi að koma til verkfallsaðgerða.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er að segja, þau eru látin mæta til vinnu klukkan fimm að morgni og vinna til níu. Síðan eru þau send heim og látin mæta aftur klukkan eitt og vinna til fimm,“ segir Ragnar Þór. Þetta væri brot á kjarasamningum verslunarmanna um samfelldan vinnutíma. Þarna væri um sérkjarasamning að ræða og breytingar á honum ekki fengist ræddar í samningaviðræðum undanfarin ár. Það væri undir Samtökum atvinnulífsins og Icelandair komið hvort þessar aðgerðir komi til framkvæmda. „Ég tel okkur geta klárað þetta á tiltölulega stuttum tíma. Að því gefnu að það sé raunverulegur samningsvilji fyrir hendi. Álíka þeim samningsvilja sem virðist vera fyrir hendi gagnvart öðrum félögum,“ segir formaður VR. Komi til verkfalls gæti svo farið að flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli komist ekki í loftið.Vísir/Vilhelm Kostnaður Icelandair við þetta yrði ekki mikill miðað við umfang rekstrar félagsins. Það væri ekki boðlegt að slíta vinnudaginn með þessum hætti hjá fólki. Nú stendur einnig yfir atkvæðagreiðsla um verkfall ræstingarfólks innan Eflingar og á henni að ljúka næst komandi föstudag. Ef samþykkt verður að fara í aðgerðir hæfust þær hinn 18. mars. Fastlega má hins vegar reikna að með að ekkert verði af þeim verkföllum þar sem bjartsýni er um að samningaviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga inna Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins ljúki með samningum í dag eða á morgun. Ragnar Þór vonar að það komi heldur ekki til aðgerða að hálfu VR. „Vonandi skapar þetta nægjanlegan þrýsting til að þessi mál verði kláruð og það komi ekki til þessara aðgerða. Það er okkar von að gera kjarasamning fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Samninganefnd VR samþykkti þetta á fundi sínum í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag. Atkvæðagreiðsla hefjist síða klukkan níu næst komandi mánudag og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars, eða eftir rúman hálfan mánuð. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir starfsfólk Icelandair á Keflavíkurflugvelli hafa barist fyrir breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðrum þáttum árum saman. Þar sem starfshlutfall starfsmanna væri fært niður í 76 prósent yfir vetrarmánuðina og utan háannatíma. Ragnar Þór formaður VR vonar að samningar náist og ekki þurfi að koma til verkfallsaðgerða.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er að segja, þau eru látin mæta til vinnu klukkan fimm að morgni og vinna til níu. Síðan eru þau send heim og látin mæta aftur klukkan eitt og vinna til fimm,“ segir Ragnar Þór. Þetta væri brot á kjarasamningum verslunarmanna um samfelldan vinnutíma. Þarna væri um sérkjarasamning að ræða og breytingar á honum ekki fengist ræddar í samningaviðræðum undanfarin ár. Það væri undir Samtökum atvinnulífsins og Icelandair komið hvort þessar aðgerðir komi til framkvæmda. „Ég tel okkur geta klárað þetta á tiltölulega stuttum tíma. Að því gefnu að það sé raunverulegur samningsvilji fyrir hendi. Álíka þeim samningsvilja sem virðist vera fyrir hendi gagnvart öðrum félögum,“ segir formaður VR. Komi til verkfalls gæti svo farið að flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli komist ekki í loftið.Vísir/Vilhelm Kostnaður Icelandair við þetta yrði ekki mikill miðað við umfang rekstrar félagsins. Það væri ekki boðlegt að slíta vinnudaginn með þessum hætti hjá fólki. Nú stendur einnig yfir atkvæðagreiðsla um verkfall ræstingarfólks innan Eflingar og á henni að ljúka næst komandi föstudag. Ef samþykkt verður að fara í aðgerðir hæfust þær hinn 18. mars. Fastlega má hins vegar reikna að með að ekkert verði af þeim verkföllum þar sem bjartsýni er um að samningaviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga inna Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins ljúki með samningum í dag eða á morgun. Ragnar Þór vonar að það komi heldur ekki til aðgerða að hálfu VR. „Vonandi skapar þetta nægjanlegan þrýsting til að þessi mál verði kláruð og það komi ekki til þessara aðgerða. Það er okkar von að gera kjarasamning fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05
Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21