Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 10:05 Verkfall myndi hafa mikil áhrif á starfsemi Icelandair. Vísir/Vilhelm Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38