Á allt öðrum stað en hin liðin Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 10:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir liðið á fínum stað, þó öðrum en venjulega er á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira