Sökktu enn einu herskipinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 10:28 Myndbandið sýnir að minnsta kosti tveimur drónum siglt upp að skipinu, þar sem þeir sprungu í loft upp. Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. Notast var við svokallaða Magura V5 sjálfsprengidróna. Það eru fjarstýrðir drónar sem bera mikið magn sprengiefna og eru hannaðir til að vera notaðir saman í árásum. Mörgum þeirra er siglt að sama skotmarkinu á sama tíma og komast þeir þannig í gegnum varnir herskipa. Úkraínumenn segjast hafa siglt drónunum upp að báðum síðum Sergei Kotov og þar hafi þeir verið sprengdir. Skipið er af gerðinni Project 22160 og eru þessi skip um 94 metra löng og geta borið stýriflaugar. Þau voru fyrst tekin í notkun árið 2018. Um sextíu eru í áhöfn þessara skipa en ekki liggja fyrir upplýsingar um afdrif áhafnarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja á landi. Það sama er ekki upp á teningnum á Svartahafi þar sem þeir hafa notað dróna með góðum árangri. Í síðasta mánuði birtu Úkraínumenn tvö myndbönd sem sýndu sambærilegar árásir á rússnesk herskip, að virðist, með sambærilegum árangri. Frá því í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn grandað fjórum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu, einu beitiskipi, kafbát, birgðaflutningaskipi, nokkrum eftirlitsbátum og minnst tveimur eldflauga-korvettum. Samkvæmt frétt Forbes samsvarar þetta um fjórðungi Svartahafsflota Rússlands. Ekki er hægt að senda liðsauka til Svartahafs þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað siglingu herskipa um Bosporussund. Russian military channels confirm that Sergei Kotov was sunk in waters near Feodosiya, occupied Crimea. Russia is not allowed by Turkey to bring new warships to the Black Sea, and each such loss is irreplaceable. pic.twitter.com/yt5oRsKxKF— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 5, 2024 Árásirnar eru mikilvægar þar sem stórum hluta þeirra stýri- og eldflauga sem skotið er að Úkraínu er skotið á loft frá herskipum á Svartahafi. Þær hafa einnig gert Rússum ómögulegt að stöðva útflutning Úkraínumanna um Svartahafið. Árásin mun hafa verið gerð nærri höfninni í Fedosia á Krímskaga. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest að árásirnar hafi átt sér stað eða viðurkennt að skipunum hafi verið sökkt. Nærri því ár er síðan Úkraínumenn sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Notast var við svokallaða Magura V5 sjálfsprengidróna. Það eru fjarstýrðir drónar sem bera mikið magn sprengiefna og eru hannaðir til að vera notaðir saman í árásum. Mörgum þeirra er siglt að sama skotmarkinu á sama tíma og komast þeir þannig í gegnum varnir herskipa. Úkraínumenn segjast hafa siglt drónunum upp að báðum síðum Sergei Kotov og þar hafi þeir verið sprengdir. Skipið er af gerðinni Project 22160 og eru þessi skip um 94 metra löng og geta borið stýriflaugar. Þau voru fyrst tekin í notkun árið 2018. Um sextíu eru í áhöfn þessara skipa en ekki liggja fyrir upplýsingar um afdrif áhafnarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja á landi. Það sama er ekki upp á teningnum á Svartahafi þar sem þeir hafa notað dróna með góðum árangri. Í síðasta mánuði birtu Úkraínumenn tvö myndbönd sem sýndu sambærilegar árásir á rússnesk herskip, að virðist, með sambærilegum árangri. Frá því í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn grandað fjórum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu, einu beitiskipi, kafbát, birgðaflutningaskipi, nokkrum eftirlitsbátum og minnst tveimur eldflauga-korvettum. Samkvæmt frétt Forbes samsvarar þetta um fjórðungi Svartahafsflota Rússlands. Ekki er hægt að senda liðsauka til Svartahafs þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað siglingu herskipa um Bosporussund. Russian military channels confirm that Sergei Kotov was sunk in waters near Feodosiya, occupied Crimea. Russia is not allowed by Turkey to bring new warships to the Black Sea, and each such loss is irreplaceable. pic.twitter.com/yt5oRsKxKF— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 5, 2024 Árásirnar eru mikilvægar þar sem stórum hluta þeirra stýri- og eldflauga sem skotið er að Úkraínu er skotið á loft frá herskipum á Svartahafi. Þær hafa einnig gert Rússum ómögulegt að stöðva útflutning Úkraínumanna um Svartahafið. Árásin mun hafa verið gerð nærri höfninni í Fedosia á Krímskaga. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest að árásirnar hafi átt sér stað eða viðurkennt að skipunum hafi verið sökkt. Nærri því ár er síðan Úkraínumenn sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01