Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 10:00 Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að, þar á meðal frá Kína. Vísir/Einar Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn