Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2024 15:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði næg verkefni í forsætisráðuneytinu en vildi þó ekki svara nei, eða já, af eða á, eins og Guðmundur Ingi vildi. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið. Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið.
Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira