Ríkisstjórn Íslands og Palestína: Rangar ákvarðanir, röng skilaboð Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. mars 2024 14:30 Við Íslendingar stigum mikilvægt skref þann 29. nóvember 2011 þegar við urðum fyrst vestrænna þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í þingsályktun Alþingis þess efnis fólst söguleg stefnumörkun í utanríkismálum; afgerandi stuðningur við kúgaða þjóð, krafa um tveggja ríkja lausn og andstaða við hernað og ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú 12 árum síðar eru íbúar Palestínu í meiri og sárari þörf fyrir stuðning alþjóðasamfélagsins en nokkru sinni fyrr. Tugir þúsunda á Gaza hafa verið drepin á örfáum mánuðum og skólar og sjúkrahús jöfnuð við jörðu. Innviðir eru í molum, íbúar innikróaðir og hungursneyð ríkir. Almenningur á Íslandi hefur sýnt ríkan vilja til að styðja við palestínsku þjóðina eins og fjölsóttir baráttufundir, kröfugöngur, fjáröflun og sjálfboðastarf bera vitni um. Á sama tíma virðist hins vegar ríkisstjórn Íslands staðráðin í að hverfa frá þeim afdráttarlausa stuðningi við Palestínu sem fólst í þingsályktuninni frá 2011. Afstöðufælni ríkisstjórnarinnar birtist með margvíslegum hætti en þrennt hefur vakið mesta athygli: Í fyrsta lagi hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 27. október 2023. Ísland greiddi atkvæði með öðrum hætti en hin EFTA-ríkin og margar af vinaþjóðum okkar í NATO, m.a. Frakkland, Belgía, Spánn og Portúgal sem studdu tillöguna. Þetta voru röng skilaboð af Íslands hálfu og ekki bætti úr skák hvernig Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gekk fram í fjölmiðlum dagana á eftir. Á meðan Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi Ísraelsríki fyrir að brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum reifst Bjarni við blaðamenn um hvort það væri viðeigandi að nota orðið „árás“ um sprengjuárás á flóttamannabúðir. “Did you say attack on a refugee camp?“ Í öðru lagi athafnaleysi stjórnvalda í tengslum við fjölskyldusameiningar palestínskra ríkisborgara á Íslandi. Útlendingastofnun setti slík mál í sérstakan forgang í byrjun desember en ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu margar vikur líða án þess að þeirri ákvörðun væri fylgt eftir með aðgerðum til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa frá Gaza. Af fréttaviðtölum við Bjarna Benediktsson þann 6. febrúar síðastliðinn verður ekki annað ráðið en að ákvörðunum um framkvæmd málsins hafi verið frestað gagngert vegna viðræðna milli ríkisstjórnarflokkanna um framtíðarskipan útlendingamála á Íslandi. Það er óforsvaranleg framganga gagnvart fólki í sárri neyð. Þegar þetta er ritað hafa íslenskar konur í sjálfboðavinnu náð talsverðum árangri við að koma fjölskyldum út af Gaza en lítið sem ekkert hefur spurst til vinnu stjórnvalda. Í þriðja lagi ákvörðun ríkisstjórnarinnar þann 27. janúar um að stöðva tímabundið fjárstuðning Íslands við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar. UNRWA gegnir ómissandi hlutverki og er alger líflína fyrir íbúa Gaza. Skipulögð fjársveltiherferð vestrænna ríkja gegn stofnuninni hefur þegar valdið tjóni og grafið undan mannúðaraðstoð á svæðinu. Það er hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi verið á meðal þeirra fyrstu í Evrópu til að tilkynna um frystingu greiðslna til UNRWA meðan ýmsar af vinaþjóðum okkar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn slíkum viðbrögðum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað nú á föstudag að halda áfram fjárstuðningi við UNRWA. Ríkisstjórn Íslands ætti að gefa strax út tilkynningu um að Ísland muni gera slíkt hið sama. Engin orð ná utan um hryllinginn á Gaza og þau grimmdarverk sem framin eru daglega gegn palestínsku þjóðinni. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið rangar ákvarðanir og sent röng skilaboð síðustu mánuði. En það er ekki of seint að skipta um kúrs. Ísland getur og á að taka sér stöðu við hlið Norðmanna, Íra, Spánverja og fleiri vinaþjóða okkar í Evrópu sem standa með Palestínu, í orði og á borði, og fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stigum mikilvægt skref þann 29. nóvember 2011 þegar við urðum fyrst vestrænna þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í þingsályktun Alþingis þess efnis fólst söguleg stefnumörkun í utanríkismálum; afgerandi stuðningur við kúgaða þjóð, krafa um tveggja ríkja lausn og andstaða við hernað og ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú 12 árum síðar eru íbúar Palestínu í meiri og sárari þörf fyrir stuðning alþjóðasamfélagsins en nokkru sinni fyrr. Tugir þúsunda á Gaza hafa verið drepin á örfáum mánuðum og skólar og sjúkrahús jöfnuð við jörðu. Innviðir eru í molum, íbúar innikróaðir og hungursneyð ríkir. Almenningur á Íslandi hefur sýnt ríkan vilja til að styðja við palestínsku þjóðina eins og fjölsóttir baráttufundir, kröfugöngur, fjáröflun og sjálfboðastarf bera vitni um. Á sama tíma virðist hins vegar ríkisstjórn Íslands staðráðin í að hverfa frá þeim afdráttarlausa stuðningi við Palestínu sem fólst í þingsályktuninni frá 2011. Afstöðufælni ríkisstjórnarinnar birtist með margvíslegum hætti en þrennt hefur vakið mesta athygli: Í fyrsta lagi hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 27. október 2023. Ísland greiddi atkvæði með öðrum hætti en hin EFTA-ríkin og margar af vinaþjóðum okkar í NATO, m.a. Frakkland, Belgía, Spánn og Portúgal sem studdu tillöguna. Þetta voru röng skilaboð af Íslands hálfu og ekki bætti úr skák hvernig Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gekk fram í fjölmiðlum dagana á eftir. Á meðan Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi Ísraelsríki fyrir að brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum reifst Bjarni við blaðamenn um hvort það væri viðeigandi að nota orðið „árás“ um sprengjuárás á flóttamannabúðir. “Did you say attack on a refugee camp?“ Í öðru lagi athafnaleysi stjórnvalda í tengslum við fjölskyldusameiningar palestínskra ríkisborgara á Íslandi. Útlendingastofnun setti slík mál í sérstakan forgang í byrjun desember en ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu margar vikur líða án þess að þeirri ákvörðun væri fylgt eftir með aðgerðum til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa frá Gaza. Af fréttaviðtölum við Bjarna Benediktsson þann 6. febrúar síðastliðinn verður ekki annað ráðið en að ákvörðunum um framkvæmd málsins hafi verið frestað gagngert vegna viðræðna milli ríkisstjórnarflokkanna um framtíðarskipan útlendingamála á Íslandi. Það er óforsvaranleg framganga gagnvart fólki í sárri neyð. Þegar þetta er ritað hafa íslenskar konur í sjálfboðavinnu náð talsverðum árangri við að koma fjölskyldum út af Gaza en lítið sem ekkert hefur spurst til vinnu stjórnvalda. Í þriðja lagi ákvörðun ríkisstjórnarinnar þann 27. janúar um að stöðva tímabundið fjárstuðning Íslands við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar. UNRWA gegnir ómissandi hlutverki og er alger líflína fyrir íbúa Gaza. Skipulögð fjársveltiherferð vestrænna ríkja gegn stofnuninni hefur þegar valdið tjóni og grafið undan mannúðaraðstoð á svæðinu. Það er hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi verið á meðal þeirra fyrstu í Evrópu til að tilkynna um frystingu greiðslna til UNRWA meðan ýmsar af vinaþjóðum okkar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn slíkum viðbrögðum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað nú á föstudag að halda áfram fjárstuðningi við UNRWA. Ríkisstjórn Íslands ætti að gefa strax út tilkynningu um að Ísland muni gera slíkt hið sama. Engin orð ná utan um hryllinginn á Gaza og þau grimmdarverk sem framin eru daglega gegn palestínsku þjóðinni. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið rangar ákvarðanir og sent röng skilaboð síðustu mánuði. En það er ekki of seint að skipta um kúrs. Ísland getur og á að taka sér stöðu við hlið Norðmanna, Íra, Spánverja og fleiri vinaþjóða okkar í Evrópu sem standa með Palestínu, í orði og á borði, og fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar