Ríkt traust til lögreglu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2024 13:01 Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Eygló Harðardóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun