Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017 Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 08:57 Ný skýrsla embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrir árið 2023 hefur verið birt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að á árinu 2018 hafi brotin verið 570 og fjölgaði þeim þannig um 18 prósent frá árinu á undan og voru yfir 600 mál árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu hafi almennt verið lægri fyrir þann tíma. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrotið hafi átt sér stað og hvenær það hafi verið tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líði langur tími frá því að brot eigi sé stað og þar til það sé tilkynnt til lögreglu. „Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Rúmlega 10 ára aldursmunur á brotaþolum og grunuðum Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Þannig eru konur 84% brotaþola og 95% grunaðra eru karlar í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 13% grunaðra eru undir 18 ára. Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála 20% færri. Tilkynningum um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á árinu 2023. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 er að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 þar sem spurt er út í eigin reynslu árið 2022 kom fram að 1,9% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 10,3% þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Ætíð er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112. Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að á árinu 2018 hafi brotin verið 570 og fjölgaði þeim þannig um 18 prósent frá árinu á undan og voru yfir 600 mál árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu hafi almennt verið lægri fyrir þann tíma. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrotið hafi átt sér stað og hvenær það hafi verið tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líði langur tími frá því að brot eigi sé stað og þar til það sé tilkynnt til lögreglu. „Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Rúmlega 10 ára aldursmunur á brotaþolum og grunuðum Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Þannig eru konur 84% brotaþola og 95% grunaðra eru karlar í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 13% grunaðra eru undir 18 ára. Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála 20% færri. Tilkynningum um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á árinu 2023. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 er að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 þar sem spurt er út í eigin reynslu árið 2022 kom fram að 1,9% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 10,3% þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Ætíð er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112. Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira