Áfram mælist aflögun á svæðinu en þegar um kvikuhlaup er að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir.
Veðurstofan vaktar svæðið til að fylgjast með hvort að virknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupinu sé lokið. Möguleiki er að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall.
Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Allir hafa skjálftarnir mælst við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Sama svæði og líklegast hefur verið talið að eldgos komi upp á.
Hægt er að fylgjast með af Reykjanesi í beinni útsendingu í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan.
Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.