Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2024 16:57 Á Facebook-síðu verslunarinnar, þar sem tilkynnt var að rekstrinum við Laugaveg yrði hætt, ríkir mikil gremja og sorg en nú má segja að Laugavegurinn eins og hann var sé endanlega horfinn. Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar. Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar.
Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira