Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2024 16:57 Á Facebook-síðu verslunarinnar, þar sem tilkynnt var að rekstrinum við Laugaveg yrði hætt, ríkir mikil gremja og sorg en nú má segja að Laugavegurinn eins og hann var sé endanlega horfinn. Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar. Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar.
Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira