Kennarar og ÍSAT Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 1. mars 2024 15:00 Þeir sem hafa umgengist heilabilaða þekkja það að þurfa að endurtaka oft sama hlutinn en upplifa samt eins og skilaboðin hafi ekki komist til skila. Þannig líður kennurum oft eftir að hafa setið enn einn fundinn þar sem fjallað er um það sama. Kannski beðið um sömu upplýsingar og gefnar hafa verið áður en til annarra aðila í brúnni. Kennarar hafa það oft á tilfinningunni að menntayfirvöld hlusti ekki á þá eða að limirnir í stjórnsýslukerfinu dansi ekki eftir höfðinu. Illa nýttur tími kostar samfélagið og mér finnst við oft ekki nýta tímann vel. Stundum hef ég á tilfinningunni að það að menntayfirvöld tali við kennara í mýflugumynd á hópfundum sé til þess gert að hægt sé að haka í box og segja að búið sé að eiga samtal við þá sem starfa á gólfinu. Þegar sömu yfirvöld eru síðan spurð út í atriði varðandi menntamál þá svara þau að málin séu i farvegi og unnin í góðu samstarfi við skólasamfélagið. Í þessu samhengi ætla ég að ræða um ÍSAT kennslu í grunnskólum. Fyrir þá sem ekki vita fyrir hvað ÍSAT stendur þá stendur það fyrir „Íslenska sem annað tungumál“. Heilt yfir þá er leiðin sem við erum að fara í ÍSAT kennslu á Íslandi ekki að virka eins og hún ætti að gera. Margt gott er gert en afleiður þess að kennarar þurfa stundum að fara Fjallabaksleið til að ná þeim markmiðum sem talið er æskilegt að nemendur nái eru margar hverjar ekki góðar. Við erum að sjá metnaðarfulla kennara sigla í kulnun og jafnvel hætta kennslu því þeir telja sig ekki ná utan um starfið sama hvað þeir reyna. Það sem gerir þetta svo flókið er margbreytileiki skólanna og þeirra nemenda sem í þeim eru. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá vil ég nefna að skólarnir eiga að vera allskonar og nemendur þeirra líka en það þarf að útvega fleiri bjargir sem virka í raunaðstæðum. Hvað meina ég með því ? Ég meina að það er ekki nóg að skólarnir fái matstæki til að meta erlend börn sem eru að koma inn í þá því það þarf líka að fylgja nægt fjármagn til að geta lagt matið fyrir og unnið úr því. Að meta nemendur tekur tíma og það þarf fagfólk til að sinna matinu. Eins þarf að kaupa túlkaþjónustu til að eiga samtalið við foreldra og barnið og lesa úr þeim gögnum sem koma með barninu ef þau fylgja. Svo að kennsla sé fagleg þarf að meta stöðu barns þegar það kemur til landsins og útfæra kennsluna eftir því mati. Eins og með aðra nemendur þarf síðan að fylgja þessu eftir með reglubundnu endurmati. Það er ekki bara matið sem lagt er fyrir við komu erlendra barna til landsins sem er að þvælast fyrir okkur. Okkur vantar líka fjölbreyttara námsefni með einfaldari texta fyrir þessi börn, fleiri sjálfstýrandi verkefni og þrepaskipt námsefni fyrir allan aldur, þá sérstaklega þessi eldri. Raunin er og rannsóknir sýna að eldri nemendur eiga erfiðara með að fóta sig í nýju málumhverfi en þau yngri. Ég hef kennt í öllum árgöngum frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Það er himinn og haf þarna á milli. Það er ekki léttara að kenna einum árgangi frekar en öðrum heldur er nálgunin ólík. Mér finnst ekki boðlegt að bjóða eldri nemendum upp á námsefni sem er sérstaklega útbúið fyrir þau yngstu og merkt yngsta stigi. Það þurfa kennarar að gera því að oft er erfitt að finna efni fyrir þá nemendur sem eru að byrja að læra íslensku. Ég er stundum spurð að því hvernig það er að vera kennari og þá lýsi ég því oft þannig að það sé eins og að halda barnaafmæli á hverjum skóladegi þar sem koma þarf til móts við þarfir allra barnanna í boðinu. Sum eru með ofnæmi og önnur með óþol fyrir ýmsum fæðutegundum og svo þarf að halda athygli barnanna svo að afmælið leysist ekki upp í einhverja vitleysu. Það getur oft verið snúið ef Nonni vill ekki sitja við hliðina á Palla eða Nína vill fara heim í miðju boði því henni finnst það svo leiðinlegt. Það er ekki auðvelt að koma til móts við fjölbreyttan hóp barna svo að allir séu sáttir og fái sitt. Þegar komin eru í hópinn börn sem tala ekki skólamálið og kannski mörg þá fara hlutirnir að flækjast verulega. Það segir sig sjálft að þjónustuþörf flókins hóps er mikil. Ef við notum líkingarmál og spyrjum okkur. Getur einstaklingur sem er að afgreiða í verslun afgreitt 20 til 30 einstaklinga á 40 mínútum þannig að allir séu sáttir og fái sitt ? Við megum ekki gleyma að hann þarf að nota þýðingarforrit eða myndmál til að skilja suma því þeir tala hvorki íslensku né ensku. Það þarf að útskýra hvaða vara henti best, hvers vegna og hvernig á að nota hana. Mér finnst stundum gerðar óraunhæfar kröfur til kennara. Það er eins og töfrasproti hafi fylgt með útskriftarskírteininu en kennarar eru mannlegir og þetta með sprotann er flökkusaga. Nú hugsa eflaust einhverjir. Hvað er hún eiginlega að tala um og hvað vill hún að sé gert? Mörgum finnst nú aldeilis hafa verið stutt við menntakerfið og nefna alla þá fjármuni sem hafa farið í málaflokkinn. En það er sjaldan talað um hvað fer í yfirbyggingu kerfisins vs. það sem fer í að þjónusta börnin. Forvitnilegt væri að sjá samanburðartölur á milli Íslands og hinna Norðurlandanna varðandi þjónustu við börn í víðu samhengi. Þá er ég að tala um alla málaflokka er varða börn því mér finnst stundum eins og þeir sem starfa í grunnskólum eigi að sinna hlutverkum margra annarra fagstétta. Mér finnst vanta heildrænar samræmdar aðgerðir sem gerðar eru í samvinnu við starfsfólk skólanna og unnar á faglegan hátt en ekki í mýflugumynd á hópfundum með kennurum eftir að þeir hafa verið í sex til sjö tíma á gólfinu með nemendum því þannig vinna er eins og að mjólka möndlu. Skólana vantar fleira fagfólk til að sinna sérþörfum, það vantar fjölbreyttara námsefni fyrir alla aldurshópa, meira fjármagn í túlkaþjónustu og markviss úrræði sem virka. Það er t.d. ekki hægt að segja að til staðar séu íslenskuver ef þau anna ekki þeim fjölda sem þangað þurfa að komast og jafnvel geta sumir skólar ekki nýtt sér þau vegna samgangna. Fyrir mitt leyti þá myndi ég vilja að allir nemendur sem kæmu til landsins væru metnir áður en þeir kæmu inn í skólana og þeir væru leiddir í gegnum ákveðinn grunn og undirbúnir fyrir það að fara inn í íslenskt skólakerfi. Það er álag fyrir börn að koma óundirbúin inn í nýjar og krefjandi aðstæður. Hvað þá fyrir erlend börn og þá sérstaklega þau sem eru með frávik sem eru vangreind og lítið talað um. Svo má ekki gleyma þeim börnum sem koma til okkar með mikla áfallastreitu og annað sem fylgir því að koma af átakasvæðum. Ég hef reynslu af því að vera umsjónarkennari í kerfi þar sem erlendir nemendur nýkomnir til landsins fóru í móttökudeild þar sem þeir voru undirbúnir fyrir skólagöngu í nýju landi. Í móttökudeildinni fengu þeir kennslu í undirstöðuatriðum tungumálsins, þeim var kennt á samfélagið og þeir aðlagaðir inn í bekk. Það tók mislangan tíma að aðlaga nemendur inn í bekk því nemendur eru mismunandi. Með þessum hætti fannst mér nemendur aðlagast hraðar inn í nemendahópinn því þeir höfðu ákveðinn grunn og voru öruggari með sig. Það er erfitt fyrir alla þegar nemendur koma óundirbúnir inn í skólasamfélagið. Mitt mat er að þegar erlendu nemendurnir voru færri þá gekk betur að aðlaga þá inn í skólana því að það var enginn eða fáir sem töluðu þeirra tungumál og þeir þurftu að læra skólamálið til að vera með. Í dag þá eiga þau börn sem tala sama tungumál það til að hópa sig saman og þjálfast þá síður í skólamálinu. Rökin hjá mörgum sem eru á móti móttökudeildum eru þau að þeir telja að í þeim myndist hópar barna af sama þjóðerni og það hamli börnum að komast inn í íslenskt samfélag og læra tungumálið. Ég tel þó móttökudeildir betri kost en að barn komi inn í aðstæður þar sem það finnur fyrir hjálparleysi og kvíða vegna vanmáttar síns á að takast á við aðstæður. Við þurfum að hjálpa erlendu börnunum okkar til meira sjálfstæðis. Í því sambandi myndi ég vilja sjá fleiri sjálfstýrandi verkefni sem væru þess eðlis að nemendur fengju skjóta svörun á framvindu sinni. Okkur vantar gagnvirkt þrepaskipt efni þar sem nemendur færast á milli þyngdarstiga. Símenntun starfsmanna á sumum vinnustöðum er sett upp á þennan hátt. Starfsmenn fá sent efni til að vinna með gagnvirkt og þegar þeir hafa sýnt að færni er náð þá fá þeir sent staðfestingarskjal og vinnuveitandinn getur séð hvaða færni starfsmaðurinn hefur náð. Nám nemenda yrði markvissara með þessum hætti og samræming betri ef nemendur þurfa að færast á milli skóla. Í dag er matið huglægara og undir hverjum skóla komið hvernig hann metur nemendur út frá markmiðum aðalnámskrár. Þetta efni gæti nýst foreldrum barnanna líka og hægt væri að útfæra það þannig að foreldrar og börn gætu unnið hluta þess saman. Við þurfum að tala um hlutina eins og þeir eru og finna lausnir saman. Sumir kennarar veigra sér við að tjá sig um þetta málefni því þeir óttast að vera stimplaðir að vera á móti innflytjendum. En þetta snýst ekki um það. Við sem störfum með börnum berum hag þeirra fyrir brjósti hvaðan sem þau koma. Við vitum að íslenskir skólar eru að gera góða hluti því að rannsóknir sýna það að börnum líður heilt yfir vel í skólunum sínum. Við vitum líka að við erum að bjóða starfsfólki skóla upp á ómanneskjulegt starfsumhverfi því að rannsóknir sýna einnig að hátt hlutfall starfsfólks skóla endar í veikindaleyfi vegna kulnunar sem tengist álagi. Ákall mitt hér að ofan er ekki að ástæðulausu. Margir kennarar gefa vinnu sína og búa til námsefni fyrir nemendur sína utan vinnutíma því það vantar námsefni. Það að vilja nemendum sínum það besta og hugsa um farsæld þeirra á ekki að kosta kennara heilsuna. Verum raunsæ, það er ekki nóg að tala bara um hlutina. Við þurfum að framkvæma svo að skólakerfið okkar virki eins og það á að virka. Það hefur aldrei verið til farsældar fyrir neitt samfélag að spara aurinn og kasta krónunni. Ef við lögum ekki götin á fötunni þegar hún byrjar að leka, þá getum hún orðið það lek að erfitt getur verið að halda vatninu í henni. Hún hættir að virka. Höfundur er sérkennari, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa umgengist heilabilaða þekkja það að þurfa að endurtaka oft sama hlutinn en upplifa samt eins og skilaboðin hafi ekki komist til skila. Þannig líður kennurum oft eftir að hafa setið enn einn fundinn þar sem fjallað er um það sama. Kannski beðið um sömu upplýsingar og gefnar hafa verið áður en til annarra aðila í brúnni. Kennarar hafa það oft á tilfinningunni að menntayfirvöld hlusti ekki á þá eða að limirnir í stjórnsýslukerfinu dansi ekki eftir höfðinu. Illa nýttur tími kostar samfélagið og mér finnst við oft ekki nýta tímann vel. Stundum hef ég á tilfinningunni að það að menntayfirvöld tali við kennara í mýflugumynd á hópfundum sé til þess gert að hægt sé að haka í box og segja að búið sé að eiga samtal við þá sem starfa á gólfinu. Þegar sömu yfirvöld eru síðan spurð út í atriði varðandi menntamál þá svara þau að málin séu i farvegi og unnin í góðu samstarfi við skólasamfélagið. Í þessu samhengi ætla ég að ræða um ÍSAT kennslu í grunnskólum. Fyrir þá sem ekki vita fyrir hvað ÍSAT stendur þá stendur það fyrir „Íslenska sem annað tungumál“. Heilt yfir þá er leiðin sem við erum að fara í ÍSAT kennslu á Íslandi ekki að virka eins og hún ætti að gera. Margt gott er gert en afleiður þess að kennarar þurfa stundum að fara Fjallabaksleið til að ná þeim markmiðum sem talið er æskilegt að nemendur nái eru margar hverjar ekki góðar. Við erum að sjá metnaðarfulla kennara sigla í kulnun og jafnvel hætta kennslu því þeir telja sig ekki ná utan um starfið sama hvað þeir reyna. Það sem gerir þetta svo flókið er margbreytileiki skólanna og þeirra nemenda sem í þeim eru. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá vil ég nefna að skólarnir eiga að vera allskonar og nemendur þeirra líka en það þarf að útvega fleiri bjargir sem virka í raunaðstæðum. Hvað meina ég með því ? Ég meina að það er ekki nóg að skólarnir fái matstæki til að meta erlend börn sem eru að koma inn í þá því það þarf líka að fylgja nægt fjármagn til að geta lagt matið fyrir og unnið úr því. Að meta nemendur tekur tíma og það þarf fagfólk til að sinna matinu. Eins þarf að kaupa túlkaþjónustu til að eiga samtalið við foreldra og barnið og lesa úr þeim gögnum sem koma með barninu ef þau fylgja. Svo að kennsla sé fagleg þarf að meta stöðu barns þegar það kemur til landsins og útfæra kennsluna eftir því mati. Eins og með aðra nemendur þarf síðan að fylgja þessu eftir með reglubundnu endurmati. Það er ekki bara matið sem lagt er fyrir við komu erlendra barna til landsins sem er að þvælast fyrir okkur. Okkur vantar líka fjölbreyttara námsefni með einfaldari texta fyrir þessi börn, fleiri sjálfstýrandi verkefni og þrepaskipt námsefni fyrir allan aldur, þá sérstaklega þessi eldri. Raunin er og rannsóknir sýna að eldri nemendur eiga erfiðara með að fóta sig í nýju málumhverfi en þau yngri. Ég hef kennt í öllum árgöngum frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Það er himinn og haf þarna á milli. Það er ekki léttara að kenna einum árgangi frekar en öðrum heldur er nálgunin ólík. Mér finnst ekki boðlegt að bjóða eldri nemendum upp á námsefni sem er sérstaklega útbúið fyrir þau yngstu og merkt yngsta stigi. Það þurfa kennarar að gera því að oft er erfitt að finna efni fyrir þá nemendur sem eru að byrja að læra íslensku. Ég er stundum spurð að því hvernig það er að vera kennari og þá lýsi ég því oft þannig að það sé eins og að halda barnaafmæli á hverjum skóladegi þar sem koma þarf til móts við þarfir allra barnanna í boðinu. Sum eru með ofnæmi og önnur með óþol fyrir ýmsum fæðutegundum og svo þarf að halda athygli barnanna svo að afmælið leysist ekki upp í einhverja vitleysu. Það getur oft verið snúið ef Nonni vill ekki sitja við hliðina á Palla eða Nína vill fara heim í miðju boði því henni finnst það svo leiðinlegt. Það er ekki auðvelt að koma til móts við fjölbreyttan hóp barna svo að allir séu sáttir og fái sitt. Þegar komin eru í hópinn börn sem tala ekki skólamálið og kannski mörg þá fara hlutirnir að flækjast verulega. Það segir sig sjálft að þjónustuþörf flókins hóps er mikil. Ef við notum líkingarmál og spyrjum okkur. Getur einstaklingur sem er að afgreiða í verslun afgreitt 20 til 30 einstaklinga á 40 mínútum þannig að allir séu sáttir og fái sitt ? Við megum ekki gleyma að hann þarf að nota þýðingarforrit eða myndmál til að skilja suma því þeir tala hvorki íslensku né ensku. Það þarf að útskýra hvaða vara henti best, hvers vegna og hvernig á að nota hana. Mér finnst stundum gerðar óraunhæfar kröfur til kennara. Það er eins og töfrasproti hafi fylgt með útskriftarskírteininu en kennarar eru mannlegir og þetta með sprotann er flökkusaga. Nú hugsa eflaust einhverjir. Hvað er hún eiginlega að tala um og hvað vill hún að sé gert? Mörgum finnst nú aldeilis hafa verið stutt við menntakerfið og nefna alla þá fjármuni sem hafa farið í málaflokkinn. En það er sjaldan talað um hvað fer í yfirbyggingu kerfisins vs. það sem fer í að þjónusta börnin. Forvitnilegt væri að sjá samanburðartölur á milli Íslands og hinna Norðurlandanna varðandi þjónustu við börn í víðu samhengi. Þá er ég að tala um alla málaflokka er varða börn því mér finnst stundum eins og þeir sem starfa í grunnskólum eigi að sinna hlutverkum margra annarra fagstétta. Mér finnst vanta heildrænar samræmdar aðgerðir sem gerðar eru í samvinnu við starfsfólk skólanna og unnar á faglegan hátt en ekki í mýflugumynd á hópfundum með kennurum eftir að þeir hafa verið í sex til sjö tíma á gólfinu með nemendum því þannig vinna er eins og að mjólka möndlu. Skólana vantar fleira fagfólk til að sinna sérþörfum, það vantar fjölbreyttara námsefni fyrir alla aldurshópa, meira fjármagn í túlkaþjónustu og markviss úrræði sem virka. Það er t.d. ekki hægt að segja að til staðar séu íslenskuver ef þau anna ekki þeim fjölda sem þangað þurfa að komast og jafnvel geta sumir skólar ekki nýtt sér þau vegna samgangna. Fyrir mitt leyti þá myndi ég vilja að allir nemendur sem kæmu til landsins væru metnir áður en þeir kæmu inn í skólana og þeir væru leiddir í gegnum ákveðinn grunn og undirbúnir fyrir það að fara inn í íslenskt skólakerfi. Það er álag fyrir börn að koma óundirbúin inn í nýjar og krefjandi aðstæður. Hvað þá fyrir erlend börn og þá sérstaklega þau sem eru með frávik sem eru vangreind og lítið talað um. Svo má ekki gleyma þeim börnum sem koma til okkar með mikla áfallastreitu og annað sem fylgir því að koma af átakasvæðum. Ég hef reynslu af því að vera umsjónarkennari í kerfi þar sem erlendir nemendur nýkomnir til landsins fóru í móttökudeild þar sem þeir voru undirbúnir fyrir skólagöngu í nýju landi. Í móttökudeildinni fengu þeir kennslu í undirstöðuatriðum tungumálsins, þeim var kennt á samfélagið og þeir aðlagaðir inn í bekk. Það tók mislangan tíma að aðlaga nemendur inn í bekk því nemendur eru mismunandi. Með þessum hætti fannst mér nemendur aðlagast hraðar inn í nemendahópinn því þeir höfðu ákveðinn grunn og voru öruggari með sig. Það er erfitt fyrir alla þegar nemendur koma óundirbúnir inn í skólasamfélagið. Mitt mat er að þegar erlendu nemendurnir voru færri þá gekk betur að aðlaga þá inn í skólana því að það var enginn eða fáir sem töluðu þeirra tungumál og þeir þurftu að læra skólamálið til að vera með. Í dag þá eiga þau börn sem tala sama tungumál það til að hópa sig saman og þjálfast þá síður í skólamálinu. Rökin hjá mörgum sem eru á móti móttökudeildum eru þau að þeir telja að í þeim myndist hópar barna af sama þjóðerni og það hamli börnum að komast inn í íslenskt samfélag og læra tungumálið. Ég tel þó móttökudeildir betri kost en að barn komi inn í aðstæður þar sem það finnur fyrir hjálparleysi og kvíða vegna vanmáttar síns á að takast á við aðstæður. Við þurfum að hjálpa erlendu börnunum okkar til meira sjálfstæðis. Í því sambandi myndi ég vilja sjá fleiri sjálfstýrandi verkefni sem væru þess eðlis að nemendur fengju skjóta svörun á framvindu sinni. Okkur vantar gagnvirkt þrepaskipt efni þar sem nemendur færast á milli þyngdarstiga. Símenntun starfsmanna á sumum vinnustöðum er sett upp á þennan hátt. Starfsmenn fá sent efni til að vinna með gagnvirkt og þegar þeir hafa sýnt að færni er náð þá fá þeir sent staðfestingarskjal og vinnuveitandinn getur séð hvaða færni starfsmaðurinn hefur náð. Nám nemenda yrði markvissara með þessum hætti og samræming betri ef nemendur þurfa að færast á milli skóla. Í dag er matið huglægara og undir hverjum skóla komið hvernig hann metur nemendur út frá markmiðum aðalnámskrár. Þetta efni gæti nýst foreldrum barnanna líka og hægt væri að útfæra það þannig að foreldrar og börn gætu unnið hluta þess saman. Við þurfum að tala um hlutina eins og þeir eru og finna lausnir saman. Sumir kennarar veigra sér við að tjá sig um þetta málefni því þeir óttast að vera stimplaðir að vera á móti innflytjendum. En þetta snýst ekki um það. Við sem störfum með börnum berum hag þeirra fyrir brjósti hvaðan sem þau koma. Við vitum að íslenskir skólar eru að gera góða hluti því að rannsóknir sýna það að börnum líður heilt yfir vel í skólunum sínum. Við vitum líka að við erum að bjóða starfsfólki skóla upp á ómanneskjulegt starfsumhverfi því að rannsóknir sýna einnig að hátt hlutfall starfsfólks skóla endar í veikindaleyfi vegna kulnunar sem tengist álagi. Ákall mitt hér að ofan er ekki að ástæðulausu. Margir kennarar gefa vinnu sína og búa til námsefni fyrir nemendur sína utan vinnutíma því það vantar námsefni. Það að vilja nemendum sínum það besta og hugsa um farsæld þeirra á ekki að kosta kennara heilsuna. Verum raunsæ, það er ekki nóg að tala bara um hlutina. Við þurfum að framkvæma svo að skólakerfið okkar virki eins og það á að virka. Það hefur aldrei verið til farsældar fyrir neitt samfélag að spara aurinn og kasta krónunni. Ef við lögum ekki götin á fötunni þegar hún byrjar að leka, þá getum hún orðið það lek að erfitt getur verið að halda vatninu í henni. Hún hættir að virka. Höfundur er sérkennari, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í grunnskóla.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun