Frelsið er yndislegt Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 1. mars 2024 09:00 „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun