Frelsið er yndislegt Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 1. mars 2024 09:00 „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun