MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 19:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira