Hyggjast breyta banka í ráðhús Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 19:08 Norðurþing hefur gert tilboð í gamalt húsnæði Íslandsbanka á Húsavík til að nota undir ráðhús. Vísir/Vilhelm Norðurþing hefur gert tilboð í gömlu húsakynni Íslandsbanka á Húsavík og ætlar að breyta því í ráðhús. Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu og hentugra þykir að flytja starfsemina. Einnig hefur stjórnsýsluhúsið gamla þótt óhentugt að einhverju leyti þar sem það er gríðarlega stórt og telur bæjarstjórnin að hægt sé að fækka fermetrum efstu stjórnsýslu talsvert. „Það var gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki byggarráðs. Byggðarráð er að skoða málið og tekur afstöðu í næstu viku,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Hún segir að málefni stjórnsýsluhússins hafi verið til skoðunar frá því í sumar í fyrra og að húsnæðið sé einfaldlega of stórt. Stjórnsýsluhúsið var 1325 fermetrar aðeins undir starfsemi stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn telji að hægt sé að fækka þeim um fimm hundruð fermetra. Henti undir megni starfseminnar „Þetta kemur líka til vegna þess að við erum með starfsmann sem er að vinna að heiman vegna þess að það fannst mygla í kjallaranum á stjórnsýsluhúsinu. Það kom í ljós í kringum áramótin. Við erum ekki með neina starfsemi þar dags daglega. Það eru engar skrifstofur eða neinar mannvistarverur þar niðri. Þetta eru geymslur,“ segir Katrín. Hún segir allt hafa komið hvað ofan í annað. Íslandsbankahúsið hafi komið á sölu um það leyti sem húsnæðismálin hafi verið til skoðunar og því ákveðið að gera í það tilboð. Það sé um sex hundruð fermetra húsnæði og henti því undir megnið af starfsemi stjórnsýslunnar. „Við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Við þurfum að skoða fleiri kosti af því að við munum ekki koma allri starfseminni fyrir í því.“ Norðurþing Íslandsbanki Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Einnig hefur stjórnsýsluhúsið gamla þótt óhentugt að einhverju leyti þar sem það er gríðarlega stórt og telur bæjarstjórnin að hægt sé að fækka fermetrum efstu stjórnsýslu talsvert. „Það var gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki byggarráðs. Byggðarráð er að skoða málið og tekur afstöðu í næstu viku,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Hún segir að málefni stjórnsýsluhússins hafi verið til skoðunar frá því í sumar í fyrra og að húsnæðið sé einfaldlega of stórt. Stjórnsýsluhúsið var 1325 fermetrar aðeins undir starfsemi stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn telji að hægt sé að fækka þeim um fimm hundruð fermetra. Henti undir megni starfseminnar „Þetta kemur líka til vegna þess að við erum með starfsmann sem er að vinna að heiman vegna þess að það fannst mygla í kjallaranum á stjórnsýsluhúsinu. Það kom í ljós í kringum áramótin. Við erum ekki með neina starfsemi þar dags daglega. Það eru engar skrifstofur eða neinar mannvistarverur þar niðri. Þetta eru geymslur,“ segir Katrín. Hún segir allt hafa komið hvað ofan í annað. Íslandsbankahúsið hafi komið á sölu um það leyti sem húsnæðismálin hafi verið til skoðunar og því ákveðið að gera í það tilboð. Það sé um sex hundruð fermetra húsnæði og henti því undir megnið af starfsemi stjórnsýslunnar. „Við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Við þurfum að skoða fleiri kosti af því að við munum ekki koma allri starfseminni fyrir í því.“
Norðurþing Íslandsbanki Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira