Öll velkomin í Pírata Indriði Ingi Stefánsson, Lenya Rún Taha Karim og Valgerður Árnadóttir skrifa 29. febrúar 2024 14:31 Hver eru eiginlega stefnumál Pírata? Er hvítur Monster betri? Um hvað snúast Píratar? Hvers konar flokkur eruð þið, ég skil það ekki alveg? Þetta eru algengustu spurningar sem við Píratar fáum. Við erum hreyfing sem höfum það markmið að efla lýðræði, auka skilvirkni hins opinbera og uppræta spillingu. Grunnstefnan er leiðarjósið okkar, henni má líkja við verkfæri sem nýtist í öllum okkar störfum. Að hafa slíkt viðmið gerir það að verkum að öll sem eru félagar í Pírötum geta tekið þátt í stefnumótun og lýðræðislegum ferlum. Hver eiga erindi í Pírata? Við erum ólík, sjáið td. okkur þrjú, Lenyu Rún Taha Karim, Indriða Inga Stefánsson og Valgerði Árnadóttir, við komum úr ólíkum áttum og beitum okkur í ólíkum málaflokkum en við eigum það sameiginlegt að styðjast við Grunnstefnu Pírata og stefnumótun grasrótarinnar. Við eigum það líka sameiginlegt að vera varaþingmenn og hafa fengið að láta talsvert til okkar taka sem slíkir enda þykir Pírötum það mikilvægt, ólíkt mörgum öðrum flokkum, að nýta mannauð sinn með því að koma öflugum varaþingmönnum sínum á þing þegar því er við komið. Við fögnum fjölbreytileika og erum stolt af því hvað hreyfingin er byggð upp af ólíkum og fjölbreyttum einstaklingum sem öll geta fundið sig í félagsskap hvors annars og látið til sín taka. Betri saman Píratar eiga að sjálfsögðu fleira sameiginlegt en ekki, við erum almennt frjálslynd og styðjum rétt einstaklinga til að búa við frelsi í velferðarsamfélagi. Sameiginleg baráttumál okkar eru að vinna gegn spillingu- og sérhagsmunum og standa vörð um lýðræði en það hefur sögulega verið skilvirkasta leiðin til að tryggja frelsi einstaklinga og auka jöfnuð í samfélaginu. Píratar eru leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum, sem sést vel á mati óháðra aðila, við höfum verið leiðandi í umræðu sem snýst að mannréttindum eins og td. um skaðaminnkun, málefni útlendinga og aðgengi fatlaðra. Við erum talsmenn jöfnuðar og skilvirks kerfis með uppbyggingu velferðarsamfélags sem grípur fólk þegar það þarf á því að halda. Þessi upptalning er langt því frá tæmandi. Ef eitthvað af þessu höfðar til þín lesandi góður þá hvetjum við þig til að kynna þér starf okkar og hitta á okkur á föstudaginn á Nýliðafundi Pírata í Máli og menningu kl. 16:30-19:00. Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna Það er mikilvægt þegar mynduð er stefna að hún byggi á gögnum frekar en fyrir fram mynduðum skoðunum, það er grundvöllur allrar stefnumótunar Pírata sem og að fyrri ákvarðanir og stefnur þarf reglulega að endurskoða. Réttur fólks til að afla sér upplýsingar má ekki vera skertur, að fólk sé upplýst og hugsi gagnrýnið er lykilatriði í valdeflingu borgara. Við höfum ótal dæmi um það úr nágranna- og samanburðarríkjum að aðgengi að réttum upplýsingum verður sífellt erfiðara. Borgararéttindi Frá upphafi hafa Píratar beitt sér fyrir eflingu og vernd borgararéttinda, þau eru grundvöllurinn fyrir því að borgarar geti leitað réttar síns og séu varðir gegn því að opinberir aðilar og stofnanir misbeiti valdi sínu. Það er lykilatriði að gætt sé að jafnræði og tryggt að borgararéttindi tilheyri einstaklingum. Friðhelgi einkalífs Frjálsir borgarar í lýðræðissamfélagi eiga skýlausan rétt til einkalífs, það felur meðal annars í sér að vernda einstaklinga gegn misbeitingu valdhafa gegn þeirra einkalífi, þetta felur í sér rétt til leyndar, nafnleysis og sjálfsákvörðunarréttar, þó án þess að fría einstaklinga ábyrgð eða ganga á réttindi annarra einstaklinga. Við lifum á upplýsingaöld þar sem flest allar upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum tækni, þökk sé tæknibyltingunni. Á sama tíma og Píratar fagna framtíðinni sem tæknin býður upp á, þarf líka að gæta að persónuvernd einstaklinga og miðlun viðkvæmra upplýsinga. Það er málaflokkur sem Píratar hafa látið sig varða frá því við stigum fyrst inn á þing. Gagnsæi og ábyrgð Grundvöllur þess að almenningur sé upplýstur er gagnsæi og aðgengi að upplýsingum í ríkisrekstri og á sveitastjórnarstigi, það gerir almenningi kleift að taka upplýstar ákvarðanir og og taka þátt í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Upplýstur almenningur veitir valdhöfum aðhald og þannig er stuðlað að ábyrgri stjórn. Upplýsingar og gagnsæi eru grunnurinn að því að fólk hafi getu til að taka ákvarðanir og borið á þeim ábyrgð. Upplýsinga- og tjáningarfrelsi Hinn almenni borgari verður að hafa rétt til þess að hvort tveggja safna og miðla upplýsingum, þennan rétt má ekki takmarka með neinum hætti nema til þess að vernda borgararéttindi. Að sama skapi má ekki takmarka rétt hins almenna borgara til að tjá sig nema til þess að vernda réttindi annarra. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur Við eigum öll rétt á að taka þátt í ákvarðanatöku í málefnum sem okkur varða, Besta leiðin til að styrkja og virkja slík réttindi er að styrkja lýðræðisþátttöku og auka gagnsæi stjórnsýslu. Aðkoma almennings að ákvörðunartöku ætti að vera sem mest sem er best tryggt með beinu lýðræði. Að auka beint lýðræði dregur úr miðstýringu og eykur möguleika almennings á aðkomu að ákvarðanatöku. Öll velkomin Ef þú vilt vita meira um eitthvað af þessu, langar að að fá svör við einhverju allt öðru, langar að spjalla við Pírata eða langar að koma einhverju á framfæri við Pírata, býðst kjörið tækifæri til þess komandi föstudag 1. mars þegar Píratar bjóða til nýliðahittings í Máli og Menningu á Laugavegi klukkan 16:30. Sjáumst þar! Höfundar eru varaþingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Lenya Rún Taha Karim Valgerður Árnadóttir Píratar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hver eru eiginlega stefnumál Pírata? Er hvítur Monster betri? Um hvað snúast Píratar? Hvers konar flokkur eruð þið, ég skil það ekki alveg? Þetta eru algengustu spurningar sem við Píratar fáum. Við erum hreyfing sem höfum það markmið að efla lýðræði, auka skilvirkni hins opinbera og uppræta spillingu. Grunnstefnan er leiðarjósið okkar, henni má líkja við verkfæri sem nýtist í öllum okkar störfum. Að hafa slíkt viðmið gerir það að verkum að öll sem eru félagar í Pírötum geta tekið þátt í stefnumótun og lýðræðislegum ferlum. Hver eiga erindi í Pírata? Við erum ólík, sjáið td. okkur þrjú, Lenyu Rún Taha Karim, Indriða Inga Stefánsson og Valgerði Árnadóttir, við komum úr ólíkum áttum og beitum okkur í ólíkum málaflokkum en við eigum það sameiginlegt að styðjast við Grunnstefnu Pírata og stefnumótun grasrótarinnar. Við eigum það líka sameiginlegt að vera varaþingmenn og hafa fengið að láta talsvert til okkar taka sem slíkir enda þykir Pírötum það mikilvægt, ólíkt mörgum öðrum flokkum, að nýta mannauð sinn með því að koma öflugum varaþingmönnum sínum á þing þegar því er við komið. Við fögnum fjölbreytileika og erum stolt af því hvað hreyfingin er byggð upp af ólíkum og fjölbreyttum einstaklingum sem öll geta fundið sig í félagsskap hvors annars og látið til sín taka. Betri saman Píratar eiga að sjálfsögðu fleira sameiginlegt en ekki, við erum almennt frjálslynd og styðjum rétt einstaklinga til að búa við frelsi í velferðarsamfélagi. Sameiginleg baráttumál okkar eru að vinna gegn spillingu- og sérhagsmunum og standa vörð um lýðræði en það hefur sögulega verið skilvirkasta leiðin til að tryggja frelsi einstaklinga og auka jöfnuð í samfélaginu. Píratar eru leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum, sem sést vel á mati óháðra aðila, við höfum verið leiðandi í umræðu sem snýst að mannréttindum eins og td. um skaðaminnkun, málefni útlendinga og aðgengi fatlaðra. Við erum talsmenn jöfnuðar og skilvirks kerfis með uppbyggingu velferðarsamfélags sem grípur fólk þegar það þarf á því að halda. Þessi upptalning er langt því frá tæmandi. Ef eitthvað af þessu höfðar til þín lesandi góður þá hvetjum við þig til að kynna þér starf okkar og hitta á okkur á föstudaginn á Nýliðafundi Pírata í Máli og menningu kl. 16:30-19:00. Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna Það er mikilvægt þegar mynduð er stefna að hún byggi á gögnum frekar en fyrir fram mynduðum skoðunum, það er grundvöllur allrar stefnumótunar Pírata sem og að fyrri ákvarðanir og stefnur þarf reglulega að endurskoða. Réttur fólks til að afla sér upplýsingar má ekki vera skertur, að fólk sé upplýst og hugsi gagnrýnið er lykilatriði í valdeflingu borgara. Við höfum ótal dæmi um það úr nágranna- og samanburðarríkjum að aðgengi að réttum upplýsingum verður sífellt erfiðara. Borgararéttindi Frá upphafi hafa Píratar beitt sér fyrir eflingu og vernd borgararéttinda, þau eru grundvöllurinn fyrir því að borgarar geti leitað réttar síns og séu varðir gegn því að opinberir aðilar og stofnanir misbeiti valdi sínu. Það er lykilatriði að gætt sé að jafnræði og tryggt að borgararéttindi tilheyri einstaklingum. Friðhelgi einkalífs Frjálsir borgarar í lýðræðissamfélagi eiga skýlausan rétt til einkalífs, það felur meðal annars í sér að vernda einstaklinga gegn misbeitingu valdhafa gegn þeirra einkalífi, þetta felur í sér rétt til leyndar, nafnleysis og sjálfsákvörðunarréttar, þó án þess að fría einstaklinga ábyrgð eða ganga á réttindi annarra einstaklinga. Við lifum á upplýsingaöld þar sem flest allar upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum tækni, þökk sé tæknibyltingunni. Á sama tíma og Píratar fagna framtíðinni sem tæknin býður upp á, þarf líka að gæta að persónuvernd einstaklinga og miðlun viðkvæmra upplýsinga. Það er málaflokkur sem Píratar hafa látið sig varða frá því við stigum fyrst inn á þing. Gagnsæi og ábyrgð Grundvöllur þess að almenningur sé upplýstur er gagnsæi og aðgengi að upplýsingum í ríkisrekstri og á sveitastjórnarstigi, það gerir almenningi kleift að taka upplýstar ákvarðanir og og taka þátt í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Upplýstur almenningur veitir valdhöfum aðhald og þannig er stuðlað að ábyrgri stjórn. Upplýsingar og gagnsæi eru grunnurinn að því að fólk hafi getu til að taka ákvarðanir og borið á þeim ábyrgð. Upplýsinga- og tjáningarfrelsi Hinn almenni borgari verður að hafa rétt til þess að hvort tveggja safna og miðla upplýsingum, þennan rétt má ekki takmarka með neinum hætti nema til þess að vernda borgararéttindi. Að sama skapi má ekki takmarka rétt hins almenna borgara til að tjá sig nema til þess að vernda réttindi annarra. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur Við eigum öll rétt á að taka þátt í ákvarðanatöku í málefnum sem okkur varða, Besta leiðin til að styrkja og virkja slík réttindi er að styrkja lýðræðisþátttöku og auka gagnsæi stjórnsýslu. Aðkoma almennings að ákvörðunartöku ætti að vera sem mest sem er best tryggt með beinu lýðræði. Að auka beint lýðræði dregur úr miðstýringu og eykur möguleika almennings á aðkomu að ákvarðanatöku. Öll velkomin Ef þú vilt vita meira um eitthvað af þessu, langar að að fá svör við einhverju allt öðru, langar að spjalla við Pírata eða langar að koma einhverju á framfæri við Pírata, býðst kjörið tækifæri til þess komandi föstudag 1. mars þegar Píratar bjóða til nýliðahittings í Máli og Menningu á Laugavegi klukkan 16:30. Sjáumst þar! Höfundar eru varaþingmenn Pírata.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun