Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 14:26 Palestínumenn syrgja fallna samlanda sína við Al Aqsa spítalann í Deir al Balah í dag. AP Photo/Adel Hana Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt. Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan: Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan:
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03