„Ég vona við mætum með kassann úti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir fagnar sigri með Fram. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er klár í slaginn fyrir kvöldið þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM 2024. Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða