Innflytjendur: Að vera mannleg en ekki græn Jovana Pavlović skrifar 28. febrúar 2024 12:01 Árið er 2002, ég er 9 ára og bý í Borgarnesi. Mín áhugamál eru fótbolti, pónýhestar og litabækur. Ég á marga góða vini í bekknum og tvær bestu vinkonur sem eru það ennþá daginn í dag. En það var samt eitthvað skrítið við mig, ég fann alveg að umhverfinu sem ég var í fannst fjölskyldan mín eitthvað skrítín, það var alveg skýrt að við vorum „furðudýr“ í hvert sinn sem við fjölskyldan töluðum serbnesku fyrir framan aðra í bænum. En það var ekki bara þaðm heldur líka margt annað, maturinn sem ég borðaði var skrítin, stafrófið í bókunum okkar var líka furðulegt (kýrílíska), þetta var starfróf „vondu þjóðanna“ í fyrrv. Sóvétríkjunum, þótt að við tilheyrðum ekki fyrrv. Sóvétríkjunum að þá notuðum við samt sem áður þetta „furðulega“ stafróf. Ég leit ekki út eins og flestir aðrir í samfélaginu, né hafði ég íslenskt nafn. Ég skyldi ekkert í þessu, afhverju vorum við svona skrítin? Við vorum líka með jólin 6. janúar, en ekki 24. desember? Þurftum við líka að fylgja einhverju „skrítnu“ dagatali? Við höfðum líka aðra heimssýn, aðrar uppeldisaðferðir, venjur, siði, reglur. Þegar að krakkarnir í bekknum mínum áttu afmæli var mér oft ekki boðið, en þegar að ég átti afmæli að þá bauð ég alltaf öllum, mér fannst ég knúin til þess enda upplifði ég mig sem „grænt furðurdýr“, á meðan að allir aðrir voru mennskir. Það em ég kalla hér „grænt furðudýr“ er sá „annarleiki“ (e. Otherness) eða öðrun sem ég hef lýst hér að ofan, ég er lýsa kápunni af bókinni hans Edward Saids, Orientalism. Orientalism er rit sem ég tek fyrir í námskeiðinu mínu um staðalímyndir. Þetta er fræðibók um það hvernig vestræn samfélög skapa og endurskapa „aðra“ menningarheima sem „fjarlæga,ókunnunga og óæskilega“. Öðrun leiðir til afmennskuvæðingar, eins og kápan, þið sjáið konu sem er græn á litin, hún er með hárskraut og slæðu, henni skortir annað augað, hún er „framandi“, hún er óæskileg og ómannleg. Það þarf varla að fara hér í akademískar útskýringar á því að hugtakið Evrópa hefur átt við um Balkaskagann eftir hentugleika, svona þegar að Luka Doncic í NBA skorar 73 sig í leik er hægt að flokka þann heimshluta sem Evrópu, eða þegar ríki frá þessum heimshluta ganga loksins í „Evrópusambandið“, annars líður mér eins og að ríkjandi viðhorf flestra Íslendinga sé almennt í gegnum einhverja ímynd eins og Íslendingar upplifi mig í gegnum Borat bíomyndina, sem er jú „gamanmynd“ um Kazakstan byggt á grófum staðalímyndum, en hefur líka samtvinnað allar Austur- og suðurevrópskrar staðalímyndir með Þessi mynd er „skemmtun“ og „gamanmynd“ fyrir vestrænan áhorfanda að hlægja að „grænum furðudýrum“. Einn daginn í grunnskóla tók ég hinsvegar þá ákvörðun að ég nennti ekki lengur að vera „græn“, og það var voðalega lítið annað í stöðunni en að hætta tala serbnesku og breyta um nafn. Ég hljóp til kennarans þann morgnunin og tilkynnti henni að ég ætlaði að fara breyta um nafn, úr Jovana Pavlovic yfir í Jóhanna Pálsdóttir. Kennarinn var ótrulega soltur af mér, í þessu augnabliki fannst mér ég í fyrsta skipti að ég tilheyrði, og að þetta væri aðferðin þar sem ég gæti kannski hætt að vera „græn“. Margir af mínum bekkjarfélögum í dag minna mig á það þegar ég „ætlaði að breyta um nafn“, þau gera það því í þeirra hug er þessi minning fyndin og skemmtileg, en ég hef aldrei sagt þeim það hversu mikil sorg bjó á bakvið þessa ákvörðun hjá mér, mér fannst ég vera ósækileg og græn, og vildi vera æskileg og mennsk eins og þau. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa hafnað þeirri tillögu þegar ég var barn, en ég var sár úti móðir mína þegar hún hafnaði þessari tillögu vegna þess að ég var bara að reyna „bjarga“ sjálfri mér, og þeim jafnvel. Síðustu vikur og öll þessi umræða um innflytjendamál hefur látið mér líða eins og ég væri aftur orðin „græn“. Ég tala og skrifa íslensku eins og innfæddir, og ég er með fjórar háskólagráður, ég hef aldrei farið á „öryrkja- eða atvinnuleysisbætur”, en stjórnmálafólk og orðræða samfélagsins getur samt alltaf endurskapað mig og annað fólk af erlendum uppruna sem „grænt“. Þegar að ríkjandi orðræða fjölmiðla og stjórnmálamanna nýtir sér málefni innflytjenda til þess að endurskapa þá sem „fjarlægan, ókunnugan og óæskilegan“ hóp sem er að eyðileggja innviði að þá kemur annar póll sem segir að þeir séu að halda uppi innviðum, þannig er reynt að skapa nálægð, og innflytjendur verða „kunnulegir og æskilegir“. En það sem má ekki gleymast er að innflytjendur eiga ekki að vera samfélaginu „nálægðir, kunnulegir og æskilegir“ útaf því að þeir halda uppi innviðum (eða ekki). Heldur afþví að þeir eru fyrst og fremst mennskir. Innflytjendur eru hvorki „grænar verur“ sem eru að eyðileggja innviði, né „grænar verur“ sem eru að halda innviðum uppi. Innflytjendur eru fyrst og fremst fólk, ekki bara fólk sem fer í háskólanám, gerir tónlist, er „duglegt“ í vinunni, heldur líka fólk sem MÁ nota heilbrigðiskerfið, MÁ hafa „öðruvísi“ nafn, fólk sem MÁ fá frí í vinunni til þess að eyða tímanum með börnum sínum, fólk sem MÁ fá mannsæmileg laun, fólk sem MÁ vera öryrki, fólk sem MÁ fara á atvinnuleysisbætur, fólk sem MÁ líka fara í veikindarleyfi. Fólk sem MÁ halda jólin í janúar, MÁ vera trúlaus, MÁ halda ramadan, fólk sem MÁ hafa annað stafróf, fólk sem MÁ líta allskonar út. Fólk sem á líka rétt á tilfnningum sínum þegar þeim líður, illa, vel, þegar þau eru hamingjusöm, sorgmædd og svo framvegis. Ef við ætlum að fara tala um inngildinu, og berjast á móti fordómum þá hlýtur sú grunnforsenda að vera til staðar að skapa það ríkjandi viðhorf að innflytjendur séu fyrst og fremst mannlegir, en ekki hópur sem inniheldur „grænar verur“ sem eru annaðhvort „að byggja eða eyðileggja“. Höfundur er innflytjandi og mannfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið er 2002, ég er 9 ára og bý í Borgarnesi. Mín áhugamál eru fótbolti, pónýhestar og litabækur. Ég á marga góða vini í bekknum og tvær bestu vinkonur sem eru það ennþá daginn í dag. En það var samt eitthvað skrítið við mig, ég fann alveg að umhverfinu sem ég var í fannst fjölskyldan mín eitthvað skrítín, það var alveg skýrt að við vorum „furðudýr“ í hvert sinn sem við fjölskyldan töluðum serbnesku fyrir framan aðra í bænum. En það var ekki bara þaðm heldur líka margt annað, maturinn sem ég borðaði var skrítin, stafrófið í bókunum okkar var líka furðulegt (kýrílíska), þetta var starfróf „vondu þjóðanna“ í fyrrv. Sóvétríkjunum, þótt að við tilheyrðum ekki fyrrv. Sóvétríkjunum að þá notuðum við samt sem áður þetta „furðulega“ stafróf. Ég leit ekki út eins og flestir aðrir í samfélaginu, né hafði ég íslenskt nafn. Ég skyldi ekkert í þessu, afhverju vorum við svona skrítin? Við vorum líka með jólin 6. janúar, en ekki 24. desember? Þurftum við líka að fylgja einhverju „skrítnu“ dagatali? Við höfðum líka aðra heimssýn, aðrar uppeldisaðferðir, venjur, siði, reglur. Þegar að krakkarnir í bekknum mínum áttu afmæli var mér oft ekki boðið, en þegar að ég átti afmæli að þá bauð ég alltaf öllum, mér fannst ég knúin til þess enda upplifði ég mig sem „grænt furðurdýr“, á meðan að allir aðrir voru mennskir. Það em ég kalla hér „grænt furðudýr“ er sá „annarleiki“ (e. Otherness) eða öðrun sem ég hef lýst hér að ofan, ég er lýsa kápunni af bókinni hans Edward Saids, Orientalism. Orientalism er rit sem ég tek fyrir í námskeiðinu mínu um staðalímyndir. Þetta er fræðibók um það hvernig vestræn samfélög skapa og endurskapa „aðra“ menningarheima sem „fjarlæga,ókunnunga og óæskilega“. Öðrun leiðir til afmennskuvæðingar, eins og kápan, þið sjáið konu sem er græn á litin, hún er með hárskraut og slæðu, henni skortir annað augað, hún er „framandi“, hún er óæskileg og ómannleg. Það þarf varla að fara hér í akademískar útskýringar á því að hugtakið Evrópa hefur átt við um Balkaskagann eftir hentugleika, svona þegar að Luka Doncic í NBA skorar 73 sig í leik er hægt að flokka þann heimshluta sem Evrópu, eða þegar ríki frá þessum heimshluta ganga loksins í „Evrópusambandið“, annars líður mér eins og að ríkjandi viðhorf flestra Íslendinga sé almennt í gegnum einhverja ímynd eins og Íslendingar upplifi mig í gegnum Borat bíomyndina, sem er jú „gamanmynd“ um Kazakstan byggt á grófum staðalímyndum, en hefur líka samtvinnað allar Austur- og suðurevrópskrar staðalímyndir með Þessi mynd er „skemmtun“ og „gamanmynd“ fyrir vestrænan áhorfanda að hlægja að „grænum furðudýrum“. Einn daginn í grunnskóla tók ég hinsvegar þá ákvörðun að ég nennti ekki lengur að vera „græn“, og það var voðalega lítið annað í stöðunni en að hætta tala serbnesku og breyta um nafn. Ég hljóp til kennarans þann morgnunin og tilkynnti henni að ég ætlaði að fara breyta um nafn, úr Jovana Pavlovic yfir í Jóhanna Pálsdóttir. Kennarinn var ótrulega soltur af mér, í þessu augnabliki fannst mér ég í fyrsta skipti að ég tilheyrði, og að þetta væri aðferðin þar sem ég gæti kannski hætt að vera „græn“. Margir af mínum bekkjarfélögum í dag minna mig á það þegar ég „ætlaði að breyta um nafn“, þau gera það því í þeirra hug er þessi minning fyndin og skemmtileg, en ég hef aldrei sagt þeim það hversu mikil sorg bjó á bakvið þessa ákvörðun hjá mér, mér fannst ég vera ósækileg og græn, og vildi vera æskileg og mennsk eins og þau. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa hafnað þeirri tillögu þegar ég var barn, en ég var sár úti móðir mína þegar hún hafnaði þessari tillögu vegna þess að ég var bara að reyna „bjarga“ sjálfri mér, og þeim jafnvel. Síðustu vikur og öll þessi umræða um innflytjendamál hefur látið mér líða eins og ég væri aftur orðin „græn“. Ég tala og skrifa íslensku eins og innfæddir, og ég er með fjórar háskólagráður, ég hef aldrei farið á „öryrkja- eða atvinnuleysisbætur”, en stjórnmálafólk og orðræða samfélagsins getur samt alltaf endurskapað mig og annað fólk af erlendum uppruna sem „grænt“. Þegar að ríkjandi orðræða fjölmiðla og stjórnmálamanna nýtir sér málefni innflytjenda til þess að endurskapa þá sem „fjarlægan, ókunnugan og óæskilegan“ hóp sem er að eyðileggja innviði að þá kemur annar póll sem segir að þeir séu að halda uppi innviðum, þannig er reynt að skapa nálægð, og innflytjendur verða „kunnulegir og æskilegir“. En það sem má ekki gleymast er að innflytjendur eiga ekki að vera samfélaginu „nálægðir, kunnulegir og æskilegir“ útaf því að þeir halda uppi innviðum (eða ekki). Heldur afþví að þeir eru fyrst og fremst mennskir. Innflytjendur eru hvorki „grænar verur“ sem eru að eyðileggja innviði, né „grænar verur“ sem eru að halda innviðum uppi. Innflytjendur eru fyrst og fremst fólk, ekki bara fólk sem fer í háskólanám, gerir tónlist, er „duglegt“ í vinunni, heldur líka fólk sem MÁ nota heilbrigðiskerfið, MÁ hafa „öðruvísi“ nafn, fólk sem MÁ fá frí í vinunni til þess að eyða tímanum með börnum sínum, fólk sem MÁ fá mannsæmileg laun, fólk sem MÁ vera öryrki, fólk sem MÁ fara á atvinnuleysisbætur, fólk sem MÁ líka fara í veikindarleyfi. Fólk sem MÁ halda jólin í janúar, MÁ vera trúlaus, MÁ halda ramadan, fólk sem MÁ hafa annað stafróf, fólk sem MÁ líta allskonar út. Fólk sem á líka rétt á tilfnningum sínum þegar þeim líður, illa, vel, þegar þau eru hamingjusöm, sorgmædd og svo framvegis. Ef við ætlum að fara tala um inngildinu, og berjast á móti fordómum þá hlýtur sú grunnforsenda að vera til staðar að skapa það ríkjandi viðhorf að innflytjendur séu fyrst og fremst mannlegir, en ekki hópur sem inniheldur „grænar verur“ sem eru annaðhvort „að byggja eða eyðileggja“. Höfundur er innflytjandi og mannfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun