Þegar Ari Trausti rauk úr beinni útsendingu Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2024 14:30 Úr Fréttablaðinu 4.6.2012. Forsetakosningarnar stefna í hálfgert grín einsog staðan er í dag. Hvort það mun ganga svipað á nú og var 2012 verður að koma í ljós. Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna. Nánast áður en menn voru búnir að átta sig á því að Guðni væri á förum voru eftirfarandi búnir að bjóða sig fram: Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði þá ekki inn meðmælalista. Vantar skýr svör Allt stefndi í metþátttöku, einn frambjóðanda á dag en svo skall á frost. Margir eru farnir að ókyrrast. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl og þá þurfa meðmælalistar með 1500 undirskriftum að liggja fyrir. Nú er staðan sú að alvörugefnari mögulegir kandídatar eru að íhuga að hugsa sig um: Alma Möller landlæknir gaf það út í gær. Og Halla Tómasdóttir forstjóri B Team liggur undir feldi í New York. Halla bauð sig fram 2016, hlaut tæp 28 prósent, var í öðru sæti og eru menn sem halda því fram að hún hefði sigrað Guðna ef hún hefði haft viku í viðbót. Slíkur var gangurinn í framboði hennar. Lærdómurinn er mögulega sá að menn ættu ekki að taka sér of langan tíma í að ákveða sig. Forsetakosningarnar nú setja strik í reikninginn og þær hafa áhrif á landsmálin. Þeir eru til sem halda því fram að ríkisstjórnin geti ekki sprungið vegna forsetakosninganna, það sé ekki hægt að leggja tvennar kosningar á landsmenn á sama tíma. Hefur ekki íhugað að íhuga að íhuga það Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði er annar sem hefur verið orðaður við framboð. Hann sagðist ekki vera að íhuga það á dögunum þegar fram kom að líkt og fyrir átta árum væri búið að láta gera skoðanakönnun um hug fólks til Baldurs sem forseta. Þá hefur Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og grínisti sagst íhuga framboð af alvöru. Meðan öllu þessu fer fram, óvissan ein ríkir, mátar Guðni forseti sokka og virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur.vísir/arnar Fjölmargir fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri, Eva María Jónsdóttir miðaldafræðingur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Magnús Geir hefur sagst ekki vera að íhuga framboð, Eva María sagðist ekki vera að íhuga framboð þegar blaðamaður spurði hana í gær og Víðir hefur verið í veikindaleyfi og ólíklegur til framboðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt embættið fyrir yngri manneskju og hugnast ekki framboð. Róbert Spanó? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir? Listinn er langur yfir þá sem gætu hugsanlega kannski einhvern tímann boðið sig fram. Fréttamiðlar eru nánast farnir að slá upp í símaskrá og hringja með þessa spurningu: Ætlar þú í framboð? „Hef hvergi gefið því undir fótinn að ég gæti hugsað mér forsetaframboð þannig að ekki veit ég hvaðan þú hefur það,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri. En, þetta svarar ekki spurningunni? „Hef þó reynt að vera (óvenju) skýr í svörum. Ég hef ekki íhugað að íhuga að íhuga það.“ Dagur hefur greinilega gaman að því að pína blaðamenn með óræðum svörum. Á meðan er harðlífi í óyfirlýstum framboðum. Hvernig skal fjalla um forsetakosningar? En hvað má læra af forsetakosningum sem áður hafa farið fram. Víst er að þær hafa sett fjölmiðla í vanda. Þannig voru kosningarnar 2012 skrautlegar. Hápunkti náð kosningabaráttan þegar Stöð 2 boðaði til kappræðna í Hörpu. Þrír frambjóðendur strunsuðu út en þrír urðu eftir. Hvað gerðist eiginlega? Freyr Gylfason ráðgjafi, sem þá var fréttastjóri Stöðvar 2, minnist þessa atviks með hryllingi. „Það er ljóst að fáar undirskriftir þarf til og auðvitað eiga fjölmiðlar að taka viðtal við þá sem eru að safna til að taka slaginn. Það er betra að fáir séu í framboði og þeir sem eiga raunhæfa möguleika hafi meiri tíma til að tjá sig - reglan hefur verið sú skammta öllum sama tíma til að tjá sig. Við reyndum að breyta þessu á Stöð 2 og boða aðeins þá í kappræður sem þá áttu raunverulega möguleiki - en ekki þá hina sem höfðu innan við 10 prósenta fylgi samkvæmt öllum könnunum,“ segir Freyr. Mistök Þóru Því voru þau Þóra Arnórsdóttir, sem hafði þá vinninginn samkvæmt skoðanakönnunum og Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá hafði hætt við að hætta, boðuð til að takast á í Hörpu. Þá varð andskotinn laus. „Sérstaklega var Ari Trausti, sem hafði mælst með örlítið fylgi, hávær og orðljótur í okkar garð. Eiginmaður Þóru hringdi í mig nokkrum klukkutímum fyrir útsendingu og sagði að hún myndi ekki mæta nema öðrum frambjóðendum yrði sýnd sú virðing að taka þátt í útsendingunni,“ segir Freyr sem reynir að rifja upp hvað gerðist. Eiginmaður Þóru er Svavar Halldórsson, þá fréttamaður hjá RÚV. Ari Trausti gerði svo allt vitlaust í útsendingunni sjálfri eftir að hafa öskrað og gargað fram á göngum; gekk svo út og hvatti aðra til að gera það sama. Margir töldu þetta hafa verð mestu mistök Þóru sem hafði á tímabili mælst með meira fylgi en Ólafur Ragnar. Hefði hún notað tækifærið sem henni bauðst til að eiga kappræður við Ólaf Ragnar hefði hún raunverulega getað sigrað. Freyr rifjar til forsetakosninganna 2012 með hryllingi.facebook „Frambjóðendurnir sem allir höfðu ítrekað mælst með fylgi langt undir 10 prósentum náðu hins vegar að breyta þessu í skrípaleik sem var óskastaða fyrir Ólaf Ragnar sem lét lítið fyrir sér fara. Stöð 2 hafði að sjálfsögðu engum skildum að gegna gagnvart reglum sem gilda um svona umræðuþætti í ríkissjónvarpinu,“ segir Freyr. Þetta var erfiður dagur fyrir þá á Stöð 2. Ari Trausti Guðmundsson, Andrea J. Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason gengu út í fússi en eftir stóðu þau Herdís Þorgeirsdóttir, Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar til að svara spurningum. Símtal berst úr herbúðum Þóru Aðdragandinn var sá að Þóra var búin að samþykkja að mæta Ólafi ein en hætti við það á síðustu stundu. Búið var að stilla öllu upp í beina útsendingu í Hörpu og bara tvö púlt smíðuð. Umgjörðin klár þegar hið óvænta símtal úr herbúðum Þóru barst og tilkynnt að hún muni ekki mæta nema allir frambjóðendur fengju sama tækifæri. „Eftir á að hyggja hefðum við bara átt að segja: Nú, þá verður Ólafur Ragnar bara einn. En við fórum í að ná í aðra frambjóðendur og boða þá að kröfu Þóru. Gerðum ekki breytingar á sviðsmynd og lýsingu en ákváðum það fyrirkomulag að skipta tímanum og tveir frambjóðendur í einu. Spyrlarnir voru Þorbjörn Þórðarson og Helga Arnardóttir. Og mikið gekk á. Þegar Ari Trausti mætti æfur og spurði út í fyrirkomulagið var útskýrt að frambjóðendur kæmu fram í stafrófsröð sem þýddi að hann var fyrstur. Það leist Ara Trausta hreint ekki á og gekk á milli annarra frambjóðanda. Hann hafði þá áttað sig á því að síðust í stafrófinu voru þau Ólafur og Þóra. Ari Trausti gengur út úr salnum.Vísir/Vilhelm „Stressið orðið svo mikið að Ragga útsendingastjóri var nánast að falla í yfirlið. Ég held að þetta hafi verið versta útsending sem nokkur í þessum reynslumikla hópi hafði komið að,“ segir Freyr og hugsar einkum Ara Trausta þegjandi þörfina. Leggja embættið bara niður? Nú stefnir í svipað ævintýri. RÚV hefur lagalega skilgreindum lýðræðislegum skyldum að gegna en frjáls einkastöð eins og Stöð 2 þarf ekki að bjóða öllum upp á pall til að þylja yfir alþjóð mismerkilegar hugleiðingar frambjóðenda. Ekki nema hún kjósi svo að gera. Uppá grínið. Fyrir liggur að mikill meirihluti þjóðarinnar getur ekki hugsað sér neinn þeirra frambjóðenda sem safna nú undirskriftum til að geta efnt til framboðs. Enn er svo komið að frambjóðendur þurfa aðeins að safna 1500 undirskriftum til að bjóða sig fram. Prófessor í stjórnmálafræði hefur sagt reginhneyksli að þessum reglum hafi ekki verið breytt. Fjöldi undirskrifta er sá sami og þurfti til árið 1944 þegar Íslendingar voru í kringum 125 þúsund. Freyr telur að nú eigi að nota tækifærið og leggja embættið niður. Best væri ef hægt er að semja við Guðna um slíkar ráðstafanir. „Já, nota tímann í að uppfæra skilgreiningu á embættinu í stjórnarskrá þannig að embættið sé í einhverju samræmi við nútímann. Niðurstaða slíkra rannsókna getur varla orðið önnur en að þetta rándýra embætti er tilgangslaus peningahít sem þjónar fáum. Fjármunum sem betur væri varið í nauðsynlega innviði sem stöðugt setja á hakanum - slysastofa, hjúkrunarheimili, dagvistun barna og svo framvegis,“ segir Freyr. Hann telur vert að upplýsa þjóðina um hversu mikið má spara af opinberu fjármagni með útfærslu á nútímalegra stjórnkerfi. „Efna til kosninga þar sem kosið eru um nýtt kerfi eða hvort sóa eigi hundruðum milljóna eða milljarða, árlega í tilgangslaust embætti, fjölskyldu hans og fáeina starfsmenn. Hversu margar íbúðir væri t.d. hægt að byggja fyrir þá fjármuni sem embættið kostar árlega.“ Freyr býður svo upp á ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi Bessastaðalandið í eitthvað annað en vera stærsta einkahlaupabraut Norðan Alpafjalla, þar sem fyllt hafi verið upp í fráveituskurði svo forsetinn blotni síður í fæturna við morgunskokkið. Kostnaður af rekstri embættis forseta Íslands árið 2022 var 360 milljónir króna skv. ríkisreikningi sem birtur var á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Að neðan má sjá fyrrnefndar kappræður frá árinu 2012 í þremur hlutum. Fjölmiðlar Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Einu sinni var... Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Nánast áður en menn voru búnir að átta sig á því að Guðni væri á förum voru eftirfarandi búnir að bjóða sig fram: Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði þá ekki inn meðmælalista. Vantar skýr svör Allt stefndi í metþátttöku, einn frambjóðanda á dag en svo skall á frost. Margir eru farnir að ókyrrast. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl og þá þurfa meðmælalistar með 1500 undirskriftum að liggja fyrir. Nú er staðan sú að alvörugefnari mögulegir kandídatar eru að íhuga að hugsa sig um: Alma Möller landlæknir gaf það út í gær. Og Halla Tómasdóttir forstjóri B Team liggur undir feldi í New York. Halla bauð sig fram 2016, hlaut tæp 28 prósent, var í öðru sæti og eru menn sem halda því fram að hún hefði sigrað Guðna ef hún hefði haft viku í viðbót. Slíkur var gangurinn í framboði hennar. Lærdómurinn er mögulega sá að menn ættu ekki að taka sér of langan tíma í að ákveða sig. Forsetakosningarnar nú setja strik í reikninginn og þær hafa áhrif á landsmálin. Þeir eru til sem halda því fram að ríkisstjórnin geti ekki sprungið vegna forsetakosninganna, það sé ekki hægt að leggja tvennar kosningar á landsmenn á sama tíma. Hefur ekki íhugað að íhuga að íhuga það Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði er annar sem hefur verið orðaður við framboð. Hann sagðist ekki vera að íhuga það á dögunum þegar fram kom að líkt og fyrir átta árum væri búið að láta gera skoðanakönnun um hug fólks til Baldurs sem forseta. Þá hefur Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og grínisti sagst íhuga framboð af alvöru. Meðan öllu þessu fer fram, óvissan ein ríkir, mátar Guðni forseti sokka og virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur.vísir/arnar Fjölmargir fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri, Eva María Jónsdóttir miðaldafræðingur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Magnús Geir hefur sagst ekki vera að íhuga framboð, Eva María sagðist ekki vera að íhuga framboð þegar blaðamaður spurði hana í gær og Víðir hefur verið í veikindaleyfi og ólíklegur til framboðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt embættið fyrir yngri manneskju og hugnast ekki framboð. Róbert Spanó? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir? Listinn er langur yfir þá sem gætu hugsanlega kannski einhvern tímann boðið sig fram. Fréttamiðlar eru nánast farnir að slá upp í símaskrá og hringja með þessa spurningu: Ætlar þú í framboð? „Hef hvergi gefið því undir fótinn að ég gæti hugsað mér forsetaframboð þannig að ekki veit ég hvaðan þú hefur það,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri. En, þetta svarar ekki spurningunni? „Hef þó reynt að vera (óvenju) skýr í svörum. Ég hef ekki íhugað að íhuga að íhuga það.“ Dagur hefur greinilega gaman að því að pína blaðamenn með óræðum svörum. Á meðan er harðlífi í óyfirlýstum framboðum. Hvernig skal fjalla um forsetakosningar? En hvað má læra af forsetakosningum sem áður hafa farið fram. Víst er að þær hafa sett fjölmiðla í vanda. Þannig voru kosningarnar 2012 skrautlegar. Hápunkti náð kosningabaráttan þegar Stöð 2 boðaði til kappræðna í Hörpu. Þrír frambjóðendur strunsuðu út en þrír urðu eftir. Hvað gerðist eiginlega? Freyr Gylfason ráðgjafi, sem þá var fréttastjóri Stöðvar 2, minnist þessa atviks með hryllingi. „Það er ljóst að fáar undirskriftir þarf til og auðvitað eiga fjölmiðlar að taka viðtal við þá sem eru að safna til að taka slaginn. Það er betra að fáir séu í framboði og þeir sem eiga raunhæfa möguleika hafi meiri tíma til að tjá sig - reglan hefur verið sú skammta öllum sama tíma til að tjá sig. Við reyndum að breyta þessu á Stöð 2 og boða aðeins þá í kappræður sem þá áttu raunverulega möguleiki - en ekki þá hina sem höfðu innan við 10 prósenta fylgi samkvæmt öllum könnunum,“ segir Freyr. Mistök Þóru Því voru þau Þóra Arnórsdóttir, sem hafði þá vinninginn samkvæmt skoðanakönnunum og Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá hafði hætt við að hætta, boðuð til að takast á í Hörpu. Þá varð andskotinn laus. „Sérstaklega var Ari Trausti, sem hafði mælst með örlítið fylgi, hávær og orðljótur í okkar garð. Eiginmaður Þóru hringdi í mig nokkrum klukkutímum fyrir útsendingu og sagði að hún myndi ekki mæta nema öðrum frambjóðendum yrði sýnd sú virðing að taka þátt í útsendingunni,“ segir Freyr sem reynir að rifja upp hvað gerðist. Eiginmaður Þóru er Svavar Halldórsson, þá fréttamaður hjá RÚV. Ari Trausti gerði svo allt vitlaust í útsendingunni sjálfri eftir að hafa öskrað og gargað fram á göngum; gekk svo út og hvatti aðra til að gera það sama. Margir töldu þetta hafa verð mestu mistök Þóru sem hafði á tímabili mælst með meira fylgi en Ólafur Ragnar. Hefði hún notað tækifærið sem henni bauðst til að eiga kappræður við Ólaf Ragnar hefði hún raunverulega getað sigrað. Freyr rifjar til forsetakosninganna 2012 með hryllingi.facebook „Frambjóðendurnir sem allir höfðu ítrekað mælst með fylgi langt undir 10 prósentum náðu hins vegar að breyta þessu í skrípaleik sem var óskastaða fyrir Ólaf Ragnar sem lét lítið fyrir sér fara. Stöð 2 hafði að sjálfsögðu engum skildum að gegna gagnvart reglum sem gilda um svona umræðuþætti í ríkissjónvarpinu,“ segir Freyr. Þetta var erfiður dagur fyrir þá á Stöð 2. Ari Trausti Guðmundsson, Andrea J. Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason gengu út í fússi en eftir stóðu þau Herdís Þorgeirsdóttir, Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar til að svara spurningum. Símtal berst úr herbúðum Þóru Aðdragandinn var sá að Þóra var búin að samþykkja að mæta Ólafi ein en hætti við það á síðustu stundu. Búið var að stilla öllu upp í beina útsendingu í Hörpu og bara tvö púlt smíðuð. Umgjörðin klár þegar hið óvænta símtal úr herbúðum Þóru barst og tilkynnt að hún muni ekki mæta nema allir frambjóðendur fengju sama tækifæri. „Eftir á að hyggja hefðum við bara átt að segja: Nú, þá verður Ólafur Ragnar bara einn. En við fórum í að ná í aðra frambjóðendur og boða þá að kröfu Þóru. Gerðum ekki breytingar á sviðsmynd og lýsingu en ákváðum það fyrirkomulag að skipta tímanum og tveir frambjóðendur í einu. Spyrlarnir voru Þorbjörn Þórðarson og Helga Arnardóttir. Og mikið gekk á. Þegar Ari Trausti mætti æfur og spurði út í fyrirkomulagið var útskýrt að frambjóðendur kæmu fram í stafrófsröð sem þýddi að hann var fyrstur. Það leist Ara Trausta hreint ekki á og gekk á milli annarra frambjóðanda. Hann hafði þá áttað sig á því að síðust í stafrófinu voru þau Ólafur og Þóra. Ari Trausti gengur út úr salnum.Vísir/Vilhelm „Stressið orðið svo mikið að Ragga útsendingastjóri var nánast að falla í yfirlið. Ég held að þetta hafi verið versta útsending sem nokkur í þessum reynslumikla hópi hafði komið að,“ segir Freyr og hugsar einkum Ara Trausta þegjandi þörfina. Leggja embættið bara niður? Nú stefnir í svipað ævintýri. RÚV hefur lagalega skilgreindum lýðræðislegum skyldum að gegna en frjáls einkastöð eins og Stöð 2 þarf ekki að bjóða öllum upp á pall til að þylja yfir alþjóð mismerkilegar hugleiðingar frambjóðenda. Ekki nema hún kjósi svo að gera. Uppá grínið. Fyrir liggur að mikill meirihluti þjóðarinnar getur ekki hugsað sér neinn þeirra frambjóðenda sem safna nú undirskriftum til að geta efnt til framboðs. Enn er svo komið að frambjóðendur þurfa aðeins að safna 1500 undirskriftum til að bjóða sig fram. Prófessor í stjórnmálafræði hefur sagt reginhneyksli að þessum reglum hafi ekki verið breytt. Fjöldi undirskrifta er sá sami og þurfti til árið 1944 þegar Íslendingar voru í kringum 125 þúsund. Freyr telur að nú eigi að nota tækifærið og leggja embættið niður. Best væri ef hægt er að semja við Guðna um slíkar ráðstafanir. „Já, nota tímann í að uppfæra skilgreiningu á embættinu í stjórnarskrá þannig að embættið sé í einhverju samræmi við nútímann. Niðurstaða slíkra rannsókna getur varla orðið önnur en að þetta rándýra embætti er tilgangslaus peningahít sem þjónar fáum. Fjármunum sem betur væri varið í nauðsynlega innviði sem stöðugt setja á hakanum - slysastofa, hjúkrunarheimili, dagvistun barna og svo framvegis,“ segir Freyr. Hann telur vert að upplýsa þjóðina um hversu mikið má spara af opinberu fjármagni með útfærslu á nútímalegra stjórnkerfi. „Efna til kosninga þar sem kosið eru um nýtt kerfi eða hvort sóa eigi hundruðum milljóna eða milljarða, árlega í tilgangslaust embætti, fjölskyldu hans og fáeina starfsmenn. Hversu margar íbúðir væri t.d. hægt að byggja fyrir þá fjármuni sem embættið kostar árlega.“ Freyr býður svo upp á ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi Bessastaðalandið í eitthvað annað en vera stærsta einkahlaupabraut Norðan Alpafjalla, þar sem fyllt hafi verið upp í fráveituskurði svo forsetinn blotni síður í fæturna við morgunskokkið. Kostnaður af rekstri embættis forseta Íslands árið 2022 var 360 milljónir króna skv. ríkisreikningi sem birtur var á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Að neðan má sjá fyrrnefndar kappræður frá árinu 2012 í þremur hlutum.
Fjölmiðlar Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Einu sinni var... Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira