Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun