Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2024 10:59 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur. Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum. Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum.
Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira