Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2024 10:59 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur. Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum. Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum.
Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira