Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 09:58 Ekki kemur fram í dómnum hvar á Spáni Íslendingarnir áttu sumarhús. Hér má sjá fasteignir á Malaga sem er einn af fjölmörgum bæjum á Spáni sem Íslendingar leggja leið sína til. Getty/John Keeble Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira