Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 13:06 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það geta rýrt traust til leigubílstjóra að svo mörg kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum komi upp á stuttum tíma. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið. Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið.
Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57