Kaldbakur festir kaup á Optimar Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 11:03 Eiríkur S. Jónsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, er spenntur fyrir þeim tækifærum sem fjárfesting félagsins á Optimar mun hafa. Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kaldbakur sendi á fjölmiðla. Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. er í eigu tveggja stofnenda Samherja hf. og fjölskyldna þeirra. Árið 2022 tók félagið yfir eignir Samherja sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Eignagrunnur Kaldbaks er margþættur og spannar atvinnugreinar á borð við sjávarútveg, orku, matvælavinnslu og smásöluiðnað. Meðal eigna Kaldbaks eru hlutabréf í REM Offshore AS, Högum hf., Slippnum Akureyri ehf., Jarðborunum hf., Sjóvá hf. og Bergfrost P/F. Með fjárfestingu í Optimar leitast Kaldbakur við að styrkja stöðu sína sem fjárfestir í haftengdum iðnaði. Alþjóðlegur þjónustuaðili við sjávarútveg Hjá Optimar starfa 260 manns við hönnun og vöruþróun, framleiðslu, uppsetningu og sölu og er fyrirtækið með viðskiptavini í meira en þrjátíu löndum. Höfuðstöðvar Optimar er í Ålesund í Noregi fyrirtækið er auk þess með starfsstöðvar á Spáni, í Rúmeníu og Bandaríkjunum. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri Optimar sem mun áfram þjónusta viðskiptavini sína sem sjálfstætt fyrirtæki í samstæðu Kaldbaks ehf. Optimar er með höfuðstöðvar í Noregi en starfar einnig í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Spáni. „Optimar er traustur þjónustuaðili við sjávarútveginn á heimsvísu. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptasamböndum. Við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þessi fjárfesting mun skapa, bæði fyrir Optimar og fyrir önnur fyrirtæki í okkar eigu,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks. Haniel er rótgróið þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur haft höfuðstöðvar í Duisburg frá stofnun sinni árið 1756. Árið 2022 störfuðu 21.500 manns hjá Haniel Group og velta fyrirtækisins nam 4,2 milljörðum evra. Haniel festi kaup á Optimar á árinu 2017 og hefur frá þeim tíma stutt við þróun og uppbyggingu fyrirtækisins. Sjávarútvegur Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kaldbakur sendi á fjölmiðla. Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. er í eigu tveggja stofnenda Samherja hf. og fjölskyldna þeirra. Árið 2022 tók félagið yfir eignir Samherja sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Eignagrunnur Kaldbaks er margþættur og spannar atvinnugreinar á borð við sjávarútveg, orku, matvælavinnslu og smásöluiðnað. Meðal eigna Kaldbaks eru hlutabréf í REM Offshore AS, Högum hf., Slippnum Akureyri ehf., Jarðborunum hf., Sjóvá hf. og Bergfrost P/F. Með fjárfestingu í Optimar leitast Kaldbakur við að styrkja stöðu sína sem fjárfestir í haftengdum iðnaði. Alþjóðlegur þjónustuaðili við sjávarútveg Hjá Optimar starfa 260 manns við hönnun og vöruþróun, framleiðslu, uppsetningu og sölu og er fyrirtækið með viðskiptavini í meira en þrjátíu löndum. Höfuðstöðvar Optimar er í Ålesund í Noregi fyrirtækið er auk þess með starfsstöðvar á Spáni, í Rúmeníu og Bandaríkjunum. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri Optimar sem mun áfram þjónusta viðskiptavini sína sem sjálfstætt fyrirtæki í samstæðu Kaldbaks ehf. Optimar er með höfuðstöðvar í Noregi en starfar einnig í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Spáni. „Optimar er traustur þjónustuaðili við sjávarútveginn á heimsvísu. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptasamböndum. Við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þessi fjárfesting mun skapa, bæði fyrir Optimar og fyrir önnur fyrirtæki í okkar eigu,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks. Haniel er rótgróið þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur haft höfuðstöðvar í Duisburg frá stofnun sinni árið 1756. Árið 2022 störfuðu 21.500 manns hjá Haniel Group og velta fyrirtækisins nam 4,2 milljörðum evra. Haniel festi kaup á Optimar á árinu 2017 og hefur frá þeim tíma stutt við þróun og uppbyggingu fyrirtækisins.
Sjávarútvegur Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira