Skaðabótakröfu konu vísað frá eftir að hún sigrar jólatréskastkeppni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 08:20 Dómarinn sagði jólatréð hafa verið stórt og augljóst að staðhæfingar Grabska væru ýktar. Getty Dómstóll í Limerick á Írlandi hefur vísað frá máli konu sem krafði tryggingafélag sitt um 650 þúsund pund vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa séð mynd af konunni kasta jólatré. Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá. Írland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá.
Írland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira