Meira sund! Skúli Helgason skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun