Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52