Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 14:47 Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri var eðli málsins samkvæmt í skýjunum með það að vera kominn aftur í Grindavíkurhöfn. Vísir/Lillý Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. „Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira