Náttúra, vinátta og tilgangur er lausnin við versnandi geðheilsu barna og ungmenna Harpa Ósk Valgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun