Carl Lewis líkir nýjum langstökksreglum við aprílgabb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Carl Lewis í langstökkskeppninni á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Getty/David Cannon Carl Lewis er einn besti langstökkvari sögunnar. Það sem hann er ekki er aðdáandi breytinga á reglum í langstökki sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur nú boðað. Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira
Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira