Skörp stefnubreyting Samfylkingarinnar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Gamla stefna Samfylkingarinnar lúrir þó enn á heimasíðu flokksins, en þeim finnst betra að viðra aðra stefnu opinberlega, stefnu sem er orðin ansi keimlík stefnu Framsóknar. Vindar blása í allar áttir Á sínum tíma lýsti Logi Einarsson fyrrv. formaður Samfylkingarinnar því yfir að hann væri fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku, Mette Frederiksen, þegar danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum. Nú segist formaður Samfylkingarinnar vera að einhverju leyti sammála stefnu Mette Frederiksen hvað málefni útlendinga varðar. Þetta kemur á óvart þar sem meðlimir þingflokks Samfylkingarinnar hafa hingað til verið ósammála þeirri nálgun. Nú þegar kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega og ólga er farin að myndast í umræðum í samfélaginu þá er Samfylkingin tilbúin að hoppa á vagninn, þrátt fyrir að sami flokkur hafi ítrekað komið í veg fyrir mikilvægar kerfisbreytingar í þessum málaflokki næðu fram að ganga á Alþingi. Hvað á formaðurinn við? Ég furða mig á nálgun formanns Samfylkingarinnar. Hún talar í sífellu um innflytjendur og að fjölgun þeirra sé stórt vandamál, en reynir eftir fremsta megni að skauta fram hjá rót vandans, sem er það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hælisleitendur. Formaðurinn gefur í og dregur úr á sama tíma. Þá gagnrýnir hún atvinnustefnu stjórnvalda og talar um atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í. Hvað á formaður Samfylkingarinnar við með þessum orðum? Er formaður Samfylkingarinnar að leggja til að lögð verði niður störf á landsbyggðinni, líkt og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, iðnaði og svo framvegis? Öflugt atvinnulíf um land allt er forsenda byggðar um land allt. Það skulum við hafa í huga. Við þurfum á innflytjendum að halda Ég tel afar brýnt í umræðunni að rugla ekki saman innflytjendum og hælisleitendum. Sá sem hér skrifar getur ekki séð fyrir sér það samfélag sem við hér byggjum án innflytjenda. Staðreyndin er sú að innflytjendur halda uppi lífskjörum og hagvexti hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er hlutfall erlends starfsfólks í nær öllum íslenskum atvinnugreinum almennt orðið um 30-40%. Hingað til lands kemur vel menntað fólk sem vill setjast að í okkar góða samfélagi og við þurfum að nýta þá þekkingu. Hér má nefna nýsköpun sem dæmi svo eitthvað sé nefnt. Tölum ekki niður innflytjendur, þeir eru fjársjóður fyrir okkur sem þjóð. Þegar að kemur að umræðu um innflytjendur þurfum við að beina spjótum okkar að því hvernig við getum hjálpað því fólki sem hér vill búa og skila til baka til samfélagsins. Hingað til hafa þeir flóttamenn sem hingað koma farið hratt inn á vinnumarkaðinn, en það hefur breyst á síðustu tveimur árum vegna tilhæfulausra umsókna sem erfitt hefur verið að ná tökum á. Ástæðan; ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar breytingar á útlendingalöggjöfinni vegna meðal annars mjög mikillar andstöðu frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Heildarsýn í útlendingamálum Að lokum er rétt að minnast á að ríkisstjórnin hefur nú sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Á grundvelli þeirra aðgerða verður tekið utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ætlunin er að fækka umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu á umsóknum. Þannig má spara fé sem að hluta til verður nú nýtt í aukna íslenskukennslu, aðstoð við börn í skólum og samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk. Þá verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Markmiðið er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildarsýn er lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skautun í íslensku samfélagi. Horft verður sérstaklega til framkvæmdar þessara mála á Norðurlöndum þannig að aukið samræmi sé á milli landa. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Flóttamenn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ágúst Bjarni Garðarsson Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18. febrúar 2024 18:30 „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22 Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Gamla stefna Samfylkingarinnar lúrir þó enn á heimasíðu flokksins, en þeim finnst betra að viðra aðra stefnu opinberlega, stefnu sem er orðin ansi keimlík stefnu Framsóknar. Vindar blása í allar áttir Á sínum tíma lýsti Logi Einarsson fyrrv. formaður Samfylkingarinnar því yfir að hann væri fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku, Mette Frederiksen, þegar danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum. Nú segist formaður Samfylkingarinnar vera að einhverju leyti sammála stefnu Mette Frederiksen hvað málefni útlendinga varðar. Þetta kemur á óvart þar sem meðlimir þingflokks Samfylkingarinnar hafa hingað til verið ósammála þeirri nálgun. Nú þegar kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega og ólga er farin að myndast í umræðum í samfélaginu þá er Samfylkingin tilbúin að hoppa á vagninn, þrátt fyrir að sami flokkur hafi ítrekað komið í veg fyrir mikilvægar kerfisbreytingar í þessum málaflokki næðu fram að ganga á Alþingi. Hvað á formaðurinn við? Ég furða mig á nálgun formanns Samfylkingarinnar. Hún talar í sífellu um innflytjendur og að fjölgun þeirra sé stórt vandamál, en reynir eftir fremsta megni að skauta fram hjá rót vandans, sem er það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hælisleitendur. Formaðurinn gefur í og dregur úr á sama tíma. Þá gagnrýnir hún atvinnustefnu stjórnvalda og talar um atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í. Hvað á formaður Samfylkingarinnar við með þessum orðum? Er formaður Samfylkingarinnar að leggja til að lögð verði niður störf á landsbyggðinni, líkt og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, iðnaði og svo framvegis? Öflugt atvinnulíf um land allt er forsenda byggðar um land allt. Það skulum við hafa í huga. Við þurfum á innflytjendum að halda Ég tel afar brýnt í umræðunni að rugla ekki saman innflytjendum og hælisleitendum. Sá sem hér skrifar getur ekki séð fyrir sér það samfélag sem við hér byggjum án innflytjenda. Staðreyndin er sú að innflytjendur halda uppi lífskjörum og hagvexti hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er hlutfall erlends starfsfólks í nær öllum íslenskum atvinnugreinum almennt orðið um 30-40%. Hingað til lands kemur vel menntað fólk sem vill setjast að í okkar góða samfélagi og við þurfum að nýta þá þekkingu. Hér má nefna nýsköpun sem dæmi svo eitthvað sé nefnt. Tölum ekki niður innflytjendur, þeir eru fjársjóður fyrir okkur sem þjóð. Þegar að kemur að umræðu um innflytjendur þurfum við að beina spjótum okkar að því hvernig við getum hjálpað því fólki sem hér vill búa og skila til baka til samfélagsins. Hingað til hafa þeir flóttamenn sem hingað koma farið hratt inn á vinnumarkaðinn, en það hefur breyst á síðustu tveimur árum vegna tilhæfulausra umsókna sem erfitt hefur verið að ná tökum á. Ástæðan; ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar breytingar á útlendingalöggjöfinni vegna meðal annars mjög mikillar andstöðu frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Heildarsýn í útlendingamálum Að lokum er rétt að minnast á að ríkisstjórnin hefur nú sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Á grundvelli þeirra aðgerða verður tekið utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ætlunin er að fækka umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu á umsóknum. Þannig má spara fé sem að hluta til verður nú nýtt í aukna íslenskukennslu, aðstoð við börn í skólum og samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk. Þá verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Markmiðið er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildarsýn er lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skautun í íslensku samfélagi. Horft verður sérstaklega til framkvæmdar þessara mála á Norðurlöndum þannig að aukið samræmi sé á milli landa. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07
Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18. febrúar 2024 18:30
„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar