Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 17:57 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð. Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð.
Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35