Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 17:57 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð. Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð.
Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35