Rapyd reynir að fela sig Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2024 14:00 Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar