„Ég verð lengi að komast yfir þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur gert frábæra hluti síðustu vikur og mánuði og setti enn eitt Norðurlandametið á EM í Búlgaríu. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti mjög flott Evrópumeistaramót í Búlgaríu og var á endanum aðeins einu kílói frá verðlaunasæti. Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sjá meira
Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sjá meira