„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 23:28 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Visis hf. vísir/arnar „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. „Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26