„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 23:28 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Visis hf. vísir/arnar „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. „Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26