Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 12:31 Hraun rann yfir lögnina í eldgosinu þann 8. febrúar. Vísir/Björn Steinbekk Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira