Skjálftahrinan gæti bent til komandi neðansjávargoss Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 20:00 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Gjósi neðansjávar yrði það sprengigos. Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira