Skjálftahrinan gæti bent til komandi neðansjávargoss Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 20:00 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Gjósi neðansjávar yrði það sprengigos. Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira